Tilkynningar

Jólakveðja

Kæru gestir og samstarfsaðilar. Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar, friðar og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samveruna á árinu sem er að líða og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju og spennandi ári. Við hefjum 2025 með krafti og opnum fyrstu sýningu ársins “Er þetta norður?” þann 25. janúar. Fyrsta […]

Sveriges ambassad i Reykjavik utlyser en tjänst

Sveriges ambassad i Reykjavik utlyser en tjänst som junior handläggare med inriktning på politisk rapportering Sveriges ambassad i Reykjavik utlyser en befattning som lokalanställd junior handläggare med inriktning på politisk rapportering. Befattningen är en heltidstjänst som inleds med tre månaders provanställning. Tillträde så snart som möjligt. Utöver politisk rapportering omfattar tjänsten ansvar för inkommande besök. […]

Þrjár lausar stöður fyrir nýstofnað þjónustuteymi

Þrjár lausar stöður í hlutastarfi fyrir nýstofnað þjónustuteymi í Norræna húsinu Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn norrænn fundarstaður fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í fyrirtækinu okkar. Við leitumst að CO2 hlutleysi og leggjum áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika. Við bjóðum upp á djörf og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá […]

Vilt þú vera starfsnemi hjá okkur?

Norræna húsið leitar að starfsnemum fyrir vorið 2025. Fyrir starfsnám í Norræna húsinu þarft þú að hafa fullkomið vald á einu norrænu tungumáli (sænsku, dönsku eða norsku) í bæði tali og skrift. Einnig er góð kunnátta á ensku mikilvæg. Íslensku kunnáttu er ekki þörf. Einnig er mikilvægt að hafa möguleika á styrk frá skóla, t.d. […]

Erum við að leita að þér? Laus staða Info Norden í Norræna húsinu

Brinner du för att arbeta i en internationell och dynamisk miljö, och har du starka färdigheter inom informationsarbete över landsgränser samt projektledning? Då ska du söka tjänsten som projektmedarbetare för Info Norden Island hos Nordens hus i Reykjavik, med tillträde den 1 januari 2025. Ansøg via linket her.  Om Info Norden och huvudsakliga arbetsuppgifter Info […]

Bókaklúbbur Norræna hússins

Hefur þú áhuga á norrænum bókmenntum, en veist ekki hvar þú átt að byrja? Norræna húsið býður áhugasömu fólki að taka þátt í leshring á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við munum ræða saman um norrænar samtímabókmenntir. Bókaklúbbnum er stýrt af Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóra Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og rithöfundi, og Thomas Bæk Brønsted, starfsnema hjá […]

Pan-ArcticVision 2024, BEINT frá NUUK!

10 listamenn frá norðurslóðum 10 samfélög á norðurslóðum 10 heimskautalög – ein Pan-Arctic sýn! / allt um lykjandi Þetta eru tímar aukinnar alþjóðlegrar spennu á norðurslóðum. Það er stríð í Evrópu. Helstu stjórnmálaöfl heimsins horfa til norðurs bæði eftir aðgangi að náttúruauðlindum og stefnumótandi áhrifum. Samfélög á norðurslóðum upplifa sig oft sem vígvöll fyrir völd […]

Langar þig að taka þátt í HönnunarMars 2025?

Ætlaru að taka þátt í HönnunarMars og langar að sýna í Norræna húsinu? Við köllum eftir tillögum að sýningum á HönnunarMars 2025, sem fer fram dagana 2. – 6. apríl. Norræna húsið hefur verið mikilvægur sýningarstaður á hátíðinni í gegnum tíðina  en undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir í húsinu sem nú er lokið og mun því vera […]

Tímabundnar breytingar á opnunartímum

Kæru gestir. Vegna umfangsmikilla framkvæmda við húsið höfum við ákveðið að skerða opnunartíma á virkum dögum og hafa lokað næstu helgar, til og með 6. Júní. Þetta á einnig við um kaffihúsið Sónó Matseljur. Þó verða nokkrir viðburði haldnir í húsinu utan þessara opnunartíma og eru þeir auglýstir sérstaklega á heimasíðu okkar. 18-19 Maí – […]

PIKKNIKK: ókeypis tónleikar á sunnudögum í sumar!

Sumartónleikaröð Norræna hússins nýtur ávalt mikilla vinsælda og nú er dagskrá sumarsins farin að taka á sig mynd. Tónleikaröð sumarsins 2024 er sett saman af José Luis Anderson. Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út. Fylgist vel […]

Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Hér eru tilnefningarnar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024! 14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru tengsl manneskjunnar við náttúruna. Tilkynnt verður um verðlaunahafann […]

Starfsnám: Vi söker praktikanter!

Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, konstnärer och forskare i hela regionen. Nordens hus har en bred verksamhet och arrangerar kontinuerligt utställningar, evenemang, konferenser och festivaler med inriktning på konst, kultur och […]

Sjónlistadagurinn í Norræna húsinu

Sjónlistadagurinn í Norræna húsinu Sýning á verkum nemenda 4. og 6. bekkjar Fellaskóla Sjónlistardagurinn er samnorrænn myndlistardagur barna og ungmenna sem haldin er hátíðlegur ár hvert. Dagurinn þjónar þeim tilgangi að sýna og upphefja myndlist og möguleika listgreina. Markmiðið er að dagurinn verði haldin hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum í skólum, söfnum og stofnunum. Á Íslandi er […]

Þarf alltaf að byggja nýtt?

Í fyrsta skipti frá upphafi Norræna hússins er bókasafnið okkar jafn tómt og á myndinni frá því áður en starfsemi hófst í byggingunni. Nú er búið að loka, tímabundið, þessu merka herbergi hússins sem er svo þýðingarmikið fyrir margar kynslóðir norrænna bókaunnenda í Reykjavík og okkur öll sem höfum á einhverjum tímapunkti starfað í húsinu. […]

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Þrettán skáldsögur, ljóðasöfn og frásagnir hafa hlotið tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Tilnefningarnar í ár endurspegla öflugt svið fagurbókmennta sem nær til Norðurlanda allra. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1962. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Í […]

Til hamingju með daginn Samar!

Í dag, 6. febrúar, fögnum við þjóðhátíðardegi Sama til minningar um fyrsta landsfund Sama sem haldinn var í Þrándheimi þennan dag árið 1917. Í tilefni dagsins lítum við til baka á Arctic Waves sem fór fram hér í Norræna húsinu og þá frábæru samísku tónlistarmenn sem komu þar fram. Njóttu tónlistar þessara mögnuðu listamanna í […]

Jólakveðja

Norræna húsið þakkar fyrir samstarfið, skemmtilega og mikilvæga viðburði á liðnu ári. Þrátt fyrir yfirstandandi endurbætur höfum við fengið stöðugan straum gesta sem hafa tekið þátt í viðamikilli dagskrá með áherslu á sjálfbærni og fjölbreytileika á Norðurlöndum. Við hlökkum til að ljúka við endurbætur á húsinu á komandi ári og halda áfram góðu samstarfi með […]

Þau hlutu verðlaun Norðurlandaráðs 2023

Við óskum öllum sigurvegurum verðlauna Norðurlandaráðs innilega til hamingju! Verðlaun Norðurlandaráðs 2023 voru afhent við glæsilega athöfn í Óperu- og balletthúsinu í Ósló á þriðjudagskvöld 31. október. Tónlist, dans og gleði verðlaunahafanna voru í fyrirrúmi þegar verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í beinni útsendingu frá Ósló. Norsku krónprinshjónin voru viðstödd auk norrænna ráðherra, þingmanna og fulltrúa lista- […]

LAUSAR STARFSNEMASTÖÐUR

För våren 2024 söker vi tre praktikanter inom tre separata program.  Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, konstnärer och forskare i hela regionen. Nordens hus har en bred verksamhet och arrangerar kontinuerligt utställningar, […]

Dómnefndarfundir norrænu bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir hjá dómnefnd Norrænu bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Tveir af meðlimum dómnefndarinnar, þau Stefan Kjerkegaard frá Danmörku og Sanna Klein frá Færeyjum, […]

Dómnefndarfundir norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir dómnefndar Norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Hér að neðan er hægt að fá innsýn í ferlið sem […]

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu 18.-23. apríl 2023 Norræna húsið vinnur að fjórum verkefnum sem miðast við börn á aldrinum 12-17 ára undir þemanu Alþjóðleg Barnamenningarhátíð. Verkefnin eru ólík en eiga það sameiginlegt að stuðla að menningarlæsi í gegnum ólíka sköpun. Ísland hefur á örskömmum tíma orðið afar fjölþjóðlegt samfélag. Mikilvægt er að við kynnumst […]

Norræna húsið í Reykjavík: Laus staða í 50% starfshlutfalli

Í Norræna húsinu í Reykjavík er skrifstofa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við leitum nú að staðgengli fyrir skrifstofustjóra okkar. Starfið er 50% og um tímabundna ráðningu er að ráða til tímabilsins 1.8.2023 – 31.3.2024. Vinnustaðurinn er í Norræna húsinu í Reykjavík en starfið fer fram í nánu samtali við menningar- og samskiptadeildir […]

KONUR Í STRÍÐI: Finndu rödd þína á stríðstímum

Hvernig hefur stríðið í Úkraínu áhrif á samfélög og einstaklinga? Í átta heimildarmyndaþáttum er rætt við konur frá Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum sem búsettar eru á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Við reynum að varpa ljósi á áhrif stríðsins í Úkraínu á samfélög almennt og þar með lýðræðið í okkar heimsálfu og síðast en ekki […]

LAUST STARF INNAN TÆKNI- OG VIÐBURÐATEYMIS

Norræna húsið – 50% starf Norræna húsið óskar eftir að ráða traustan og drífandi einstakling í 50% starf til að hafa umsjón með samskiptum við innri og ytri aðila vegna bókana og skipulags viðburða í Norræna Húsinu. Um er að ræða spennandi starf í því fjölbreytta og fjölþjóðlega menningarumhverfi sem einkennir Norræna Húsið. Starfið felur […]

TILNEFNINGAR TIL BÓKMENNTAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS 2023

14 norrænar skáldsögur, frásagnir, esseyjur og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Þessi mögnuðu verk koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Osló. Öll verkin sem tilnefnd eru í ár má lesa sem nokkurs konar óð til lífsins – þessa harmræna, kynngimagnaða og undursamlega lífs sem […]

Af hverju ættum við beina sjónum að list í brennandi stríði?

Fyrir viku gátum við, þökk sé viðbótarstyrk frá Norrænu ráðherranefndinni, opnað sýningu með nýjum verkum sjö úkraínskra samtímalistamanna. Á sýningunni Hvernig komst ég í sprengjuskýlið fáum við að sjá sjónarhorn listamannanna Kinder Album, Mykhaylo Barabash, Jaroslav Kostenko, Sergiy Petlyuk, Elena Subach, Art Group Sviter og Maxim Finogeev á stríð Rússlands gegn Úkraínu. Og hvers vegna […]

OPIÐ FYRIR TILNEFNINGAR TIL UMHVERFISVERÐLAUNA

OPIÐ FYRIR TILNEFNINGAR TIL UMHVERFISVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS. Almenningi er boðið að senda inn tillögur að tilnefningum. Þema ársins er sjálfbær framleiðsla og notkun á textíl. TILNEFNA Framleiðsla og notkun á textílefnum hefur í för með sér mikil og neikvæð áhrif á umhverfið og loftslagið. Með þema ársins vill dómnefndin vekja athygli á því að Norðurlönd geti […]

R.E.C Arts Reykjavík & Norræna húsið bjóða 13-17 ára til þátttöku

Listamanna og aktívista samtökin R.E.C Arts Reykjavík, í samstarfi við Norræna húsið, vinna að verkefni sem leitast við að skapa listrænan vettvang fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára, sem eru með minnihlutabakgrunn.* Nemendum úr ólíkum skólum er boðin þátttaka í verkefni sem mun þróast út frá áhugasviði einstaklinga sem taka þátt. Þátttaka er ókeypis og […]

Hápunktar í 60 ára sögu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og fagna því 60 ára afmæli á þessu ári. Í sex áratugi hafa bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verið veitt til bókmenntaverka sem feta nýjar slóðir og setja ný bókmenntaleg viðmið. Lesa meira. Skrifstofa Bókmenntaverðlaunanna er til húsa í Norræna húsinu í Reykjavík og nú hefur Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna […]

Nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Karen Ellemann verður nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Karen Ellemann hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2007 og gegnt ýmsum ráðherraembættum í ríkisstjórn Danmerkur. Hún tekur við störfum framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2023. Karen Ellemann er stjórnmálamaður með víðtæka þekkingu á sviðum sem vega þungt í norrænu framtíðarsýninni til ársins 2030. Hún hefur […]

Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2022

Nora Dåsnes, Solvej Balle, Karin Rehnqvist, Valdimar Jóhannsson, Sjón, Hrönn Kristinsdóttir, Sara Nassim og sveitarfélagið Mariehamn veittu verðlaunum Norðurlandaráðs 2022 viðtöku við verðlaunaathöfn í beinni útsendingu frá Musikhuset í Helsinki þriðjudagskvöldið 1. nóvember. Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaunin og umhverfisverðlaunin hlaut sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum fyrir Nabbens våtmark. Bókmenntaverðlaunin hlaut hin danska Solvej Balle fyrir […]

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn vettvangur Norðurlanda fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í starfsemi hússins. Við leggjum áherslu á CO2 hlutleysi í okkar verkefnum, jafnrétti og fjölbreytileika. Í Norræna húsinu er boðið upp á framsækna og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá allt árið um […]

Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi leitar að kynningarfulltrúa

Sendiráð Svíþjóðar í Reykjavík stuðlar að víðtækum og nánum samskiptum Svíþjóðar og Íslands og aðstoðar sænska ríkisborgara. Starfsfólk sendiráðsins samanstendur af sendiherra og ritara, sem koma frá Svíþjóð, auk þriggja staðbundinna starfsmanna í fullu starfi. Nánari lýsingu á starfsemi okkar er að finna á vefsíðunni www.swedenabroad.com. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á töluðu […]

LESTRARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU

LESTARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU: FYRIR OKKUR SEM ELSKUM AÐ LESA GÓÐAR BÆKUR. Skráðu þig í lestrarklúbb Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við tölum saman um norrænan skáldskap. Lestrarklúbbnum er stýrt af Susanne Elgum sem starfar á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“  þegar við hittumst á bókasafninu. Við […]

JÖFN TÆKIFÆRI FYRIR BÖRN MEÐ ÞROSKARÖSKUN Á NORÐURLÖNDUM

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum (e. Equal opportunities for children of foreign origin with developmental disorders in the Nordics). Börnum af erlendum uppruna með þroskaröskun […]

Lausar stöður fyrir starfsnema

Lausar stöður fyrir starfsnema (Tök á minnst einu norrænu tungumáli er nauðsynlegt fyrir þessa stöðu). För 2023 söker vi tre praktikanter inom tre separata program.  Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, […]

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Gróðursetning á marhálmi í Danmörku, endurheimt á framræstu votlendi á Íslandi, elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð og sjálfboðasamtök sem endurheimta ár og vatnsföll í Finnlandi. Alls eru sex verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem í ár leggur áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Sex tilnefningar Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022: Sund Vejle Fjord (Danmörk) […]

Velkomin á setningu Lettneska skólans í Reykjavík

Velkomin á setningu Lettneska skólans í Reykjavík í Norræna húsinu þann 26. ágúst kl. 19:00. Forseti Lettlands og eiginkona hans, sendiherra Lettlands í Noregi, munu heiðra okkur með nærveru sinni og kynnast starfsemi skólans. Viðburðurinn er ætlaður einstaklingum og fjölskyldum með börn. Þeir sem hafa ekki skráð börn í skólann geta gert það hér: https://www.surveymonkey.com/r/XWC96Z5 […]