Upplifðu Norræna húsið

Alþjólegur vettvangur Norrænnar nútímalistar og menningar.

Hvelfing

Hvelfing er nafnið á sýningarsal og hönnunarbúð Norræna hússins. Rýmið er staðsett í kjallara hússins eða í hvelfingu þess. Hvelfingin er undirstaða hússins og í hvelfingunni eru oft verðmætustu gripirnir varðveittir. Í sýningarsalnum viljum við leyfa listinni taka þátt í félagslegri samræðu norðurlandanna.

Bókasafnið

Bókasafn Norræna hússins er almenningsbókasafn og öllum opið. Sérstaða safnins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á norðurlandamálum eftir norræna höfunda, en þó ekki á íslensku nema þýðingar yfir á annað norðurlandamál.

Barnahellir

Barnahellir

Í Barnahelli eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn á öllum 7 norðurlandamálunum. Á veturna eru sögustundir fyrir börn á sænsku, finnsku, norsku og dönsku. Leikskólar, grunnskólar og aðrir hópar geta pantað heimsóknir í Norræna húsið og bókasafnið.  Allir velkomnir!

Fólk í listlánadeild

Artotek

Listlánadeild bókasafns Norræna hússins er glæsilegt safn grafík listaverka eftir norræna grafíklistamenn. Með aðeins lánþegaskírteini í bókasafninu geta allir fengið 3 grafíkverk að láni í 3 mánuði í senn.

Börn og ungmenni

Norræna húsið hefur lagt metnað sinn í að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börn á bóksafninu en þar er að finna litríkt úrval af bókum fyrir börn og unglinga. Norræna húsið hefur sömuleiðis lagt áherslu á að bjóða upp á gæðaviðburði fyrir börn allt árið um kring. Dæmi um viðburði eru Sáum sjáum og smökkum, Airwaves barnanna, sögustundir og sýningarnar Eggið og Barnabókaflóðið.

Grænkeraréttur frá Sono

Sono matseljur

Grænkeraveitingastaður og veisluþjónusta sem hreyfir sig í takt við árstíðirnar. Jurtir og krydd frá nágrenninu eru notuð í bland við krydd frá Mið-Austurlöndum.

Friðlandið í Vatnsmýrinni

Friðlandið í Vatnsmýrinni er einstakt. Þar getur fólk notið villtrar náttúru og fuglalífs í miðri Reykjavíkurborg. Norræna húsið, Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg standa saman að verkefninu.

Hópa- og skólaheimsóknir í Norræna húsið

Við tökum á móti hópum í heimsókn eftir samkomulagi. Heimsóknir fyrir skóla- og leikskólahópa eru án endurgjalds.