Opinn fundur um samgönguleiðir í norrænum borgum


10-11

Evrópuráðið veitti Osló hin eftirsótta titill Græn Evrópsk Borg 2019. Mánudaginn 3. desember kl. 10 munu fulltrúar frá Osló og Reykjavíkurborg ræða umhverfisvænni samgöngulausnir í þéttbýli á opnum fundi í Norræna Húsinu.

Norska sendiráðið stendur fyrir málþinginu ásamt Reykjavíkurborg. Kaffi, te og kleinur verða á boðstólnum frá kl. 9:30.

Málþingið fer fram á ensku.

Dagskrá:

10:00 – Móderator Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar bíður gesti velkomna.

10:10 – Reynsla Oslóar af rafbílum og almenningssamgöngum

Peter N. Myhre situr í borgarráði Oslóar. Hann gegndi starfi borgarstjóra Oslóar frá 1990-91 og var fulltrúi borgarinnar í umhverfis og samgöngumálum frá 2003-2009. Osló og Noregur allur hafa upplifað mikla aukningu á rafbílanotkun. Hvernig hefur þetta mótað borgina? Almenningssamgöngur eru orðnar vinsælasti ferðamáti Oslóarbúa – Hvernig kom það til?

10:30 – Samgönguáætlun fyrir sívaxandi Reykjavíkurborg

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir situr í borgarráði Reykjavíkurborgar og leiðir áætlanagerð í samgöngumálum borgarinnar. Hún mun ræða fortíð og framtíð samgangna í sívaxandi borg – samgöngur á hjólreiðum, bílum, göngusvæði sem og almenningssamgöngur.

10:40 Spurningar og svör

Verið velkomin!