Omotrack – Pikknikk tónleikar


15:00

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 16. júní – 11. ágúst 2019. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.

Indie-electro hljómsveitin Omotrack hefur spilað og komið fram á tónlistarhátíðum víðsvegar um Ísland og erlendis frá og með árinu 2015. Nafn hljómsveitarinnar er dregið af litla þorpinu Omo Rate í Eþíópíu þar sem þeir bræður ólust upp. Nýjasta plata þeirra “Wild Contrast” fjallar meðal annars um andstæður milli þessara tveggja heimalanda þeirra. Samspil tónlistar og sjónrænnar listar er bræðrunum ofarlega í huga, en þeir hafa gert grafískar myndir við hvert einasta lag sem þeir hafa gefið út. 

Veitingarsala á Aalto Bistro

Dagskrá Pikknikk 2019

16/6 Kristian Anttila (SE)
23/6 A Band on Stage
30/6 Pálsson Hirv Dúettinn
7/7 Myrra Rós
14/7 Árni Vil
21/7 Omotrack
28/7 Bagdad Brothers
4/8 Mill (IS/SE)
11/8 Elín Harpa

Skoða fleiri viðburði