Klassík í Vatnsmýrinni – Katrine Gislinge


20:00

18. október kl. 20:00 í Norræna húsinu 

Miðvikudaginn 18. október leikur Katrine Gislinge píanóleikari frá Danmörku Impromptus op. 90 nr. 2, 3 og 6 eftir Franz Schubert, Sónötu í cís moll op. 29 (Tunglskinssónötuna) eftir Ludvig van Beethovern og 6 Nocturner eftir Bent Sørensen.  Katrine hefur átt farsælan einleikaraferil næstum tvo áratugi, er meðlimur í Det Danske klavertrio og kemur reglulega fram með Stenhammar kvartettinum. Þau kynna efnisskránna og Bent segir frá tónsmíðum sínum.

Um leik Katrine Gislinge

“Pianist finder hemmelige indgange til smuk parallel verden“. „hypersensitivt solospil“ – Politiken

“Katrine Gislinge´s pianoplaying is full of fluency and sensitivity” – Gramophone

Um píanókonsert Schumanns með Gustavo Dudamel “accuracy and poetry”

 

Bent Sørensen nam tónsmíðar Tónlistarverðlaun norðurlandaráðs árið 1996. Tónmál hans einkennist af fagurfræði og tækni okkar tíma en þó virðist tónlistin nærast úr brunni minninga, visku, reynslu og fornum draumum og ómflýjanleika hins forgengilega.

Aalto bistro er opið til kl 21.30 á miðvikudagskvöldum. Aðgangseyrir er kr. 2.500, 1.500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri. Fimm tónleikar í áskrift á kr. 10.000, eða kr. 6.000 á afsláttarverði. Miðasala á Tix.is og við innganginn. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið.

 

Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Markmiðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn með áherslu á einleikarann annars vegar og kammertónlist hins vegar. Tónleikaröðin stendur auk þess fyrir norrænu og alþjóðlegu samstarfi og hefð er fyrir því að flytjendur kynni og fjalli um efnisskránna á tónleikunum. Á starfsárinu 2017 – 2018  eru fimm tónleikar, tvennir með erlendum gestum og þrennir með íslensku listafólki úr röðum félagsmanna FÍT.