
Sævar Karl: FÍN SÝNING
17:00
Sævar Karl: FÍN SÝNING
29.6 2016 – 14. 8 2016
Velkomin á opnun „FÍN SÝNING“ í anddyri Norræna hússins miðvikudaginn 29.júní kl. 17:00.
Norræna húsið opnar formlega sýninguna og listamaðurinn, Sævar Karl segir nokkur orð. Tónlistarflutningur verður í höndum Óskars Guðjónssonar saxófónleikara og Ife Tolentino gítarleikara og söngvara. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar.
Listamaður í anddyrinu er nýtt verkefni í Norræna húsinu en markmið þess er að kynna norræna og baltneska myndlist. Það er okkur mikill heiður að hefja seríuna með Sævari Karli listamanni sem ekki er óvanur því að opna nýjan myndlistarvettvang.
Hér getur þú lesið meira um verkefnið: Listamaður í anddyrinu
Sævar Karl (f. 1947) hefur verið viðloðandi myndlist alla tíð. Hann stýrði sýningasal, í tengslum við fataverslun sína frá 1989 til 2007, Gallery Sævars Karls, sem varð með tímanum þekktur viðkomustaður í myndlistarsenu Reykjavíkur.
Sævar Karl hefur sótt nám hér á landi og erlendis og dvelur undanfarin ár ýmist í München eða hér í Reykjavík. Hann er með vinnustofur á báðum stöðum og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi, í Danmörku, Ítalíu, Austurríki og Þýskalandi.
Sævar er colouristi , málar i expressioniskum stíl, gjarnan á stóra fleti.
Myndirnar á sýningunni eru abstraktmálverk af stærri gerðinni, nokkrar af þeim voru sýndar í Feneyjum í maí og júní 2015, í tengslum við Feneyjatvíæringinn, aðrar eru málaðar á þessu ári.
Heimasíða: http://www.saevarkarl.com/