Pikknikk tónleikar – Eliza Newman


15:00 - 16:00

Gróðurhús Norræna hússins / 30. júlí kl. 15 / Aðgangur er ókeypis

Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Nýjasta platan hennar Straumhvörf hefur fengið góðar viðtökur og dóma og telja margir að þetta sé ein besta plata Elízu til þessa. Lög Elízu á þessari plötu gætu verið líst sem rokkskotnu indí poppi með þykkum strengja útsetningum, glitrandi ukulele, gargandi gítar og blokkflautu sólói! Í söngnum er Elíza upp á sitt besta, tvinnar saman angurværð, húmor og krafti eins og henni einni er lagið.

https://www.facebook.com/pg/elizanewmanmusic/

https://soundcloud.com/eliza-newman

Skoða fleiri viðburði