Höfundakvöld með Tom Buk-Swienty
19:30
Tom Buk-Swienty (fæddur 1966) er danskur rithöfundur og blaðamaður með cand. mag. í sagnfræði og amerískum fræðum. Hann hefur verið blaðamaður hjá Weekendavisen og er lektor við Syddansk Háskólann í Danmörku.
Fyrsta bók Tom Buk-Swienty var Amerika maxima og kom út 1999 og fjallar um ferðalag gegnum Bandaríkin. Aðrar bækur sem Buk-Swienty hefur skrifað eru m.a. Den Ideelle Amerikaner sem kom út 2005 og fjallar um ljósmyndarann Jacob A. Riis. 2008 kom út bókin Slagtebænk Dybbøl um orustuna við Dybbøl 1864 og 2010 kom út bókin Dommedags Als og segir frá ósigri dana við Als 1864 og hinn bitra friðarsamning í kjölfarið. 2013 kom út bókin Kaptajn Dinesen – Ild og blod og 2014 Kaptajn Dinesen – Til døden os skiller og er ævisaga ævintýramannsins, liðsforingjans, stjórnmálamannsins og rithöfundarins Wilhelm Dinesen. 2016 kom svo út ævisagan Tommy og Tanne og fjallar um tvö af börnum Dinesen, soninn Thomas Dinesen og dótturina Karen Blixen.
Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóli Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.
Aðgangur er ókeypis.
Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.
Verið velkomin!
Mynd:Kristeligt Dagblad