Heim úr öllum áttum
19:00
Heim úr öllum áttum
Ljóðadagskrá í Norræna Húsinu miðvikudaginn 7. júní kl. 19.00
Íslandsheimsókn frá Rithöfundamiðstöðinni – Författarcentrum Väst – í Gautaborg: Ljóðskáldin Anna Mattsson, Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson, allar félagar í skáldahópnum PoPP. Þemað er heim og heimkynni, út frá því að búa fjarri heimahögum í lengri tíma, þannig að “heima” kann að vera í Kambódíu eða Sýrlandi ef ekki Svíþjóð.
Dagskráin verður á sænsku, kúrdísku, ensku og íslensku, og flytjendur verða einnig skáldin Þórdís Gísladóttir, Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir sem séð hafa um túlkanir á íslensku.
Allir velkomnir! Aðgangur ókeypis (eða frjáls framlög) og veitingahúsið AALTO Bistro er opið til kl. 21:30.
Ljóðahópurinn kemur þrisvar fram á Íslandi:
Listasafn Árnesinga í Hveragerði 3. júní kl. 15.00 (stutt dagskrá á ýmsum tungumálum)
Bókakaffinu Norðurbakka í Hafnarfirði þann 6. júní kl. 20.00
Norræna húsinu 7 júní kl. 19.00