ENTIRE PROGRAM of GOETHE MORPH*ICELAND 2nd-15th September


Salur, Anddyri, Alvar Aalto, Bókasafn, Barnabókasafn, Hvelfing, Gróðurhús & Gangbraut
Aðgangur ókeypis

How We Always Wanted To Have Lived
Welcome & Morph with us!

CLICK HERE FOR PROGRAM

Þvermenningarlegt framtak Goethe stofnunarinnar í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík

Listamenn, listrænir stjórnendur og hugsuðir á Íslandi, í Þýskalandi, Kenía og Malí hafa fyrir tilstilli Goethe Morph* Iceland hver á sinn hátt glímt við spurninguna um How We Always Wanted to Have Lived. Vorið og sumarið 2022 hafa þátttakendurnir í verkefnum sínum (endur-)skoðað þá tíma sem við lifum og hrærumst í – meðal annars með tilliti til arfleifðar og afnáms nýlendustefnu, til minninga og sögulegrar geymdar, til líkamleika og tengsla á milli mismunandi lifandi vera. Gjörningar, samtöl, fyrirlestrar og vinnustofur opnar almenningi munu eiga sér stað innan flestra verkefnanna en viðburðirnir fara fram bæði á internetinu og á staðnum á Íslandi og í Kenía.

Í september 2022 munu svo hinar mismunandi hugmyndir, listrænu skoðanir og nálganir  Goethe Morph*Iceland mæta hvorri annarri í Norræna húsinu í Reykjavík. Rými opið almenningi verður opnað í tengslum við viðburðina með það að markmiði að í sameiningu hugsa um og ræða samtímann, að ímynda sér heim handan hamfara og hörmunga, heim sem nær út fyrir hið eitraða sambland stöðnunar og hamslaus hamagangs sem einkennir nútímann. Það má vera að útkoman verði útópískur veruleikaflótti skyldur ævintýrum. En er það ekki, svo vísað sé í orð Walters Benjamins, vegna þeirra sem enga von hafa sem okkur er von gefin?

Goethe Morph* Iceland: How We Always Wanted to Have Lived er þvermenningarlegt framtak Goethe stofnunarinnar í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Sýningarstjórar eru Arnbjörg María Danielsen and Thomas Schaupp.