Endurunnin ævintýri – Myndlist í anddyrinu


19:00

Endurunnin ævintýri

Hlutverkasetur í samvinnu við List án landamæra setur upp sýninguna Endurunnin ævintýri, frá hugmynd til listaverks í Norræna húsinu.

Verið velkomin á opnunina 14. september kl 19.00

Á sýningunni eru málverk, teikningar og vatnslitamyndir en þar að auki bókverk, óhefðbundnar bækur og handbrúður.

Undirbúningur sýningarinnar hófst með ferð á bókasafn Norræna hússins þar sem skoðaðar voru ævintýrabækur. Út frá þeim spunnust hugmyndir og ólíkar nálganir. Nokkrir gerðu eftirmyndir af ævintýrum, aðrir spunnu nýja sögu eða breyttu sögum en nýttu persónurnar. Enn aðrir sköpuðu ný ævintýri, nýjar persónur og ný hlutverk. Stundum endaði þetta með samruna ævintýra.

Öll verkin eru unnin á námskeiðum listkennaranna Anna Henriksdóttur og Svöfu Björg Einarsdóttur hjá Hlutverkasetri.

Við opnun munu leikarar úr leikhópnum Húmor sem er leikhópur Hlutverkaseturs vera með gjörning. Stjórnandi er Edna Lupida.

María Gísladóttir sem er ein af sýnendunum mun kynna dútl litabók sem hún er að gefa út og var unnin í Hlutverkasetrinu. Bókin inniheldur ævintýralegar myndir af íslenskri náttúru, íslenskum dýrum og furðuverum, ásamt munstrum og léttum texta.

 Um Hlutverkasetur:

Hlutverkasetur er endurhæfingarmiðstöð sem eflir virkni og þátttöku fólks sem misst hefur hlutverk í lífinu. Þátttakendur hafa fengið leiðsögn í sköpun listaverka.

Vefsíða