15:15 Tónleikasyrpan „Haustleikar“


15:15

Haustleikar

Sunnudaginn 16. október n.k. verða fyrstu tónleikar vetrarins í nýrri og spennandi syrpu 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina Haustleikar en þar verða flutt nokkur tónverka Áskels Mássonar.

Flytjendur eru Duo Harpverk og Bjarni Frímann Bjarnason, sem leikur bæði á píanó og víólu, en sérstakur gestur er slagverkssnillingurinn Niek Klein Jan sem kemur hingað frá Hollandi.

Tvö mjög umfangsmikil og tæknilega glitrandi verk verða flutt á þessum tónleikum. Annars vegar er píanósónatan sem Áskell samdi fyrir Víking Heiðar Ólafsson og var frumflutt nú fyrir skemmstu á Reykjavik Midsummer Music hátíðinni, en heyrist hér í túlkun Bjarna Frímanns Bjarnasonar og hins vegar Frum-a Drum Song sem var samið fyrir Evelyn Glennie sem hún frumflutti í Wigmore Hall,- hér í túlkun Nieks KleinJans.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en 1000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.

Miðasala er á www.tix.is og við innganginn.

 

15:15 Tónleikasyrpan í Norræna húsinu 2016-2017

16. október kl.15.15 – Haustleikar – tónverk eftir Áskel Másso. Flytjendur: Bjarni Frímann Bjarnason, píanó og víóla Duo Harpverk og Niek KleinJan, slagverksleikari.

 30. október kl. 15:15- Jónas Tómasson – Portrett. Flytjendur: Caput hópurinn flytur verk Jónasar Tómassonar

13. nóvember kl. 15:15- Tékkland – Ísland. Flytjendur: Pikap strengjakvartettinn ogEydís Franzdóttir, óbó d‘amore

27. nóvember kl. 15:15. Töfratónar Duo Harpverk. Flutt verða gömul og ný verk félaga í SLÁTRI. Flytjendur: Duo Harpverk

15. janúar kl. 15:15- Síðdegi sónatínunnar. Flytjendur: Grímur Helgason, klarínetta og Hrönn Þráinsdóttir, píanó

12. febrúar kl. 15:15- Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók. Flytjendur: Caput. Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturludóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir

5. mars kl. 15:15- Íslensk málmblásaratónlist með sunnudagskaffinu. Flytjendur: Brassbræður: Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Einar St. Jónsson, trompet, Emil Friðfinnsson, horn,Sigurður Þorbergsson, básúna og Nimrod Ron, túba

19. mars kl. 15:15- Vestrið – villt og tamið! Flytjendur: Camerarctica

23. apríl kl. 15:15- Dropinn holar augasteininn. Flytjendur: Anna Jónsdóttir, söngur og Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó

30. apríl kl. 15:15- Meistari Bach. Flytjendur: Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla og Guðný Einarsdóttir, semball