Fundur Fólksins – Akureyri


 

Komdu á norræna dagskrá á Fundi fólksins í Hofi á Akureyri, 8.-9. september!

FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER

12.30-13.00 Opnun norrænu dagskrárinnar HAMRAGIL
Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs. Kristín Sigtryggsdóttir sópransöngkona syngur norræn lög við undirleik.

14.00-14.50 Rífum niður hindranir Norðurlanda! NANNA
Það á að vera hægt að flytja, ferðast til vinnu, stunda nám og reka fyrirtæki þvert á landamæri Norðurlanda án óþarfa stjórnsýslulegra hindrana. Er hægt að láta þann draum rætast?
Þátttakendur: Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs, Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Íslands í stjórnsýsluhindranaráði Norðurlanda, Sigurður Ingi Jóhannesson og Valgerður Gunnarsdóttir, þingmenn Norðurlandaráðs.
Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins.

15.00-15.50 Kosningar í Noregi NANNA
Norðmaðurinn Yngvar Björshol flytur erindi um þingkosningarnar í Noregi sem fram fara 11. september. Að erindi loknu ræðir Yngvar við Boga Ágústsson, fréttamann og formann Norræna félagsins, um kosningarnar.

16.00-16.50 Traust — verðmætasta auðlind Norðurlanda HAMRAR
Traust, eða „tillit“ er líklega ein verðmætasta auðlind Norðurlandanna. Hvers vegna er traust meira á Norðurlöndum en annars staðar? Hvernig njótum við sem samfélög góðs af því? Hvað getum við gert til að viðhalda og efla traust?
Ulf Andreassen, höfundur ritsins Tillit – Det nordiska guldet heldur erindi. Umræður að loknu erindi: Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs, Lars Gunnar Lundsten, forseti hug- og félagsvísindasviðs, Háskólanum á Akureyri, Auður H. Ingólfsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknarstofnun ferðamála og Oddný Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannesson, þingmenn Norðurlandaráðs.
Umræðustjóri Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins.

17.00-17.50 Norrænar og norðlenskar umhverfislausnir HAMRAR
Um norræna strandhreinsidaginn og átak sem Landvernd stendur fyrir 16. september um að hreinsa plastrusl til lands og sjávar.
Þátttakendur: Guðmundur Haukur Sigurðarson, frkvstj. Vistorku, Albertína Elíasdóttir, frkvstj. Eims, og Margrét Hugadóttir, verkefnisstjóri hjá Landvernd.

18.00-18.50 Norrænt pub-quiz
Hvað veistu um Norðurlönd? Taktu þátt í skemmtilegum norrænum spurningaleik. Veglegir vinningar í boði.

 

LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER

11.00-11.50 Sófaspjall um samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna SÓFASPJALL
Ieva Hermansone, ráðgjafi á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi, og Ásdís Eva Hannesdóttir, frkvstj. Norræna félagsins, ræða samstarfið og starf Norrænu ráðherranefndarinnar í Eystrasaltsríkjunum við Sigurð Ólafsson, verkefnastjóra Norðurlanda í fókus á Íslandi.

12.00-12.50 Eru Norðurlönd boðberar friðar og framfara á norðurslóðum? NANNA
Hvað hafa Ísland og önnur norræn ríki lagt af mörkum til sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum og hver eru helstu viðfangsefnin sem þarf að takast á við á næstu árum? Hafa Norðurlönd verið samstíga í stefnumörkun um málefni norðurslóða? Geta þau gert betur í þeim efnum?
Þátttakendur: Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál, Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets.
Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins.

13.00-13.50 Sölva saga unglings, sigurverk Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandráðs 2017 NANNA
Akureyringurinn Arnar Már Arngrímsson, höfundur sigurverks Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, ræðir sigurverkið og stöðu barna- og unglingabókmennta á Íslandi við Sigurð Ólafsson, ritara skrifstofu verðlaunanna.

14.00-14.50 Staða íslenskra fjölmiðla HAMRABORG SVIÐ
Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, heldur erindi um stöðu íslenska fjölmiðla, útbreiðslu þeirra, traust, almannaþjónustu, breytingar á fjölmiðlun, ógnanir, málsóknir vegna meintra meiðyrða og falskar fréttir. Hann ræðir einnig breytingar á fréttaöflun og dreifingu frétta og helstu vandamál sem við er að glíma í því efni.

15.00-15.50 Allir elska SKAM! NANNA
Allir elska SKAM-þættina norsku. Þeir eru ekki bara vel gerðir og veita frábæra innsýn í líf ungs fólks í dag heldur kenna þau okkur líka sitthvað um norska og norræna dægurmenningu og eru afbragðs norskukennsla.  Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir og Eyrún Huld Haraldsdóttir, kennarar við MA, ræða þættina við ungt fólk á Akureyri.

 

Aðstandendur: Norðurlönd í fókus, Norræna félagið á Íslandi og á Akureyri, skrifstofa Norðurlandaráðs.
Frekari upplýsingar: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus, sigurdur@nordichouse.is, GSM: 6629922.