The Wave- Norræn kvikmyndahátíð


20:00

The Wave

Roar Uthaug NO/ 2015/ 100 mín/ Hasar/Drama / 15 ára

Þegar ógnarstór snjóhengja  ógnar tilveru íbúa Geranger fjarðar í Noregi lendir jarðfræðingur í kapphlaupi við tímann.

Hér er að finna norska hamfaramynd sem byggir á þeirri staðreyna að þegar  snjóhengja sem fyrirfinnst  í Geiranger firði í Noregi fellur út í hafið skapast gríðar stór alda sem mun tortíma öllu því sem á vegi hennar verður og þar á meðal bænum sem liggur við rætur fjallsins.

Myndin kemur í kvikmyndahús í maí 2016.

Tungumál: norska/ Textar: enska

Aðgangur ókeypis!

Tryggðu þér frían miða á www.tix.is  eða við innganginn.

Sýnishorn

Fordrykkur í boði Norska sendiráðsins

Þann 20 apríl kl 19:00 ætlar  Sylfest Glimsdal , ráðgjafi hjá Norwegian Geotechnical Institute í Oslo að gefa gestum myndarinnar stutta kynningu á þeim landafræðilegu staðreyndum sem The Wave byggir á.  Norska sendiráðið býður upp á léttar veitingar. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012.  Markmið hátíðarinnar er að  kynna breitt úrval  vandaðra kvikmynda frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á íslandi, AALTO Bistro og Bio Paradis.

Bolgen-poster-utsnitt2-800x560