Vetrarfrí – Undir Íshellunni


09:30 - 11:30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Íshafið, jöklar, plast og lífverur sem lifa af á kaldasta svæði jarðarinnar, er þema skapandi verkefna í vetrarfríi grunnskóla. Einnig verður myndlistarsýningin Sequences skoðuð, þar sem vídeólist er í forgrunni.

Á námskeiðinu fara börnin í ferðalag um hringrás vatns, velta fyrir sér plasti í umhverfinu og manngerðu landslagi. Farið verður um sýningarnar í Norræna húsinu með áherslu á upplifun og gerðar verða tilraunir með leir, plast og vatnsliti meðal annars.

Kennarar í Vetrarfríi eru Hrafnhildur Gissurardóttir, fræðslufulltrúi Norræna hússins og Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarkona. 

Námskeiðið er ókeypis. Fyrir börn á aldrinum 7-10 ára.
Skráning: hrafnhildur@nordichouse.is.


Þorgerður Ólafsdóttir
(f. 1985) er myndlistarkona og býr og starfar á Íslandi. Í verkum sínum skoðar hún ólíka hluti og fyrirbæri sem eru samofin skilningi okkar og sambandi við náttúruna á tímum mikillar vitundarvakningar. Verk hennar byggjast á rannsóknum, vettvangsferðum og úrvinnslu, þar sem næm nálgun hennar kemur í ljós með hugmyndum um tíma og í gegnum margvíslegar frásagnir og sjónarhorn.

 

Þorgerður Ólafsdóttir: Sögumenn / Storytellers. 
Hluti af ljósmyndaseríu. 2021


Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hljólastólum í gegnum Hvelfingu sýningarrými. Nauðsynlegt er að hafa samband við starfsmann á bókasafni og fá leiðbeiningar þar. Salerni með góðu aðgengi er á aðalhæð og öll salerni í húsinu eru kynhlutlaus.