Vatnslitir og tónlist – Tónleikar


16:00

Tónleikar 11. nóvember kl. 16. Aðgangur er ókeypis.

Við opnun hinnar fjölþjóðlegu sýningar vatnslitaverka – Watercolour Connections, þann 11. nóvember, mun þekktur hörpuleikari  frá Wales, Eira Lynn Jones, flytja tónverk, sem segja má að lýsi hughrifum hennar af sýningunni. Eira er fjölhæfur tónlistarmaður og ástríðufull í sköpun sinni og frumleika. Á ferli sínum hefur hún leikið hljómsveitarverk, kammermúsík og unnið að upptökum. Hún er vel þekkt fyrir að fræða á skemmtilegan hátt og blanda geði við áheyrendur á tónleikum.

Nánar um sýninguna: Tenging landa og lita