Umhverfismatsdagurinn 2017


13:00 - 16:30

Umhverfismatsdagurinn 2017

Umhverfismat – áskoranir og aðferðir

Norræna húsinu, miðvikudaginn 7. júní kl. 13:00-16:30

Dagskrá Umhverfismatsdagsins er að þessu sinni helguð nýjum áskorunum og aðferðum á sviði umhverfismats.

Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um ýmsar nýjar áskoranir sem tengjast mati á umhverfisáhrifum, svo sem út frá nýlegum dómum og úrskurðum, alþjóðlegum markmiðum í  loftslagsmálum, nýrri vistgerðarflokkun íslenskrar náttúru og lagaumgjörð mats á umhverfisáhrifum.

Í seinni hluta málþingsins munu síðan sérfræðingar sem koma að umhverfismati úr ólíkum áttum deila hugleiðingum um hvernig nýjar áskoranir og aðferðir birtast í þeirra störfum tengt náttúruvernd, samráði, línulögnum, vegagerð og fleira.

Nánari dagskrá verður send út fljótlega en áhugasamir eru hvattir til að taka eftirmiðdaginn frá.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Skráning fer fram hér.