TÝNDU JÓLIN – Þorra og Þuru


13:00 - 13:30

LAUGARDAGUR 16. DESEMBER KL. 13:00 //UPPBÓKAÐ*//

Leikritið fer fram á íslensku (30 MÍN) og hentar börnum frá tveggja ára aldri. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að tryggja sér frímiða hér

UM LEIKRITIÐ
Þorri og Þura komast að því að jólakötturinn hefur ákveðið að það verði engin jól haldin þetta árið. Álfabörnin þurfa að leysa ýmis verkefni og fá til þess hjálp ungra áhorfenda. Með einlægni, gleði og ávalt með vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að finna hinn sanna jólaanda og bjarga jólunum.
Tónlistin er frumsamin í bland við þekkt jólalög og leikin við lifandi gítarundirleik.

Höfundar handrits, tónlistar og flytjendur: Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir.

*Vinsamlegast ath að jólaleikritið er því miður uppbókað en Þorri og Þura verða með okkur á jólaballinu sem byrjar kl. 13:45! Allir velkomnir!

Hér má sjá dagskrána jólahátíð barnanna 16/12 í heild sinni og jóladagskrána Norræna hússins 1/12 – 20/12.

http://www.midnaetti.com/