Tónleikar til minningar um Cornelis Vreeswijk


20:00

Tónleikar til minningar um Cornelis Vreeswijk í Norræna húsinu 1. nóvember kl. 20 

Cornelis hefði orðið áttræður 8. ágúst og í tilefni þess heldur hljómsveitin Spottarnir tónleika til minningar um meistara Ceez. Þá er þess einnig minnst að 30 ár eru frá dánardægri Cornelis 12. nóvember.

Miðaverð er 2500 kr. miðasala fer fram á tix.is og í móttöku Norræna hússins.

Hljómsveitin Spottarnir hefur starfað í rúman áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar.
Sérstakir gestir kvöldsins eru Hr. Håkan Juholt Sendiherra Svíþjóðar, Vera Illugadóttir og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona.

Hljómsveitina skipa:
Ásgeir Óskarsson
Björgvin Gíslason
Eggert Jóhannsson
Magnús R Einarsson
Pétur Sigurðsson

Lagalisti:
Personliga Person
Veronica
Fredrik Åkare oc den söta Cecilia Lind
Felicia adjö
Halleluja jag är frisk igen