A Thousand Times Good Night (NO).


20:00

Nordic Film Festival fer fram dagana 8. -15.  mars í Norræna húsinu og þér er boðið á opnunina!  

Dagskráin hefst kl. 19:00 með léttum veitingum og huggulegri tónlist. Fyrir hönd norrænu sendiráðanna ætlar Cecilie Landsverk sendiherra Noregs á Íslandi að segja nokkur orð. Klukkan 19:45 sýnum við stuttmyndina Committee (NO/SE/FI). Að henni lokinni kl. 20:00 hefjum við hátíðina formlega með opnunarmyndinni  A Thousand Times Good Night (NO) eftir leikstjórann Erik Poppe.

A Thousand Times Good Night (NO)

Rebecca er einn færasti og eftirsóttasti stríðsljósmyndari í heimi. Dag einn stígur hún of nálægt sjálfsmorðsprengju og slasast alvarlega í sprengingunni. Þegar heim er komið fellur önnur sprengja, fjölskyldan hennar getur ekki lengur afborið hætturnar sem fylgja starfinu hennar og hún er beðin um að velja á milli vinnunnar og fjölskyldunnar. Valið virðist augljóst…

Sýnishorn

A Thousand Times Good Night er byggð á eigin reynslu leikstjórans Eirk Poppe sem starfaði sem stríðsljósmyndari á sjöunda áratugnum og hlotið hefur fjölda verðlauna heima í Noregi sem og alþjóðlega.

Sýnd miðvikudaginn 8. mars, kl. 20:00 og þriðjudaginn 14. mars, kl. 18:30. 

Bóka miða    Sýningartími      Dagskrá

Frumsýnd: 2013
Leikstjóri: Erik Poppe
Tegund: Drama
Lengd: 1h 57 min.