Sýningar á HönnunarMars 2021
Norræna Húsið tekur þátt í HönnunarMars dagana 19. til 23. maí.
Þetta árið er áherslan lögð á hönnun sem tekur mið af samtímanum og stefnir þaðan í nýjar áttir. Endurhugsun í húsnæðismálum, gjörnýting á harðsvíraðasta illgresinu og hringrásarhönnun eru meðal þeirra viðfangsefna sem leiða sýninguna. Einnig fjalla hönnuðirnir um áhrif upplýsingaflæðis internetsins á vistkerfið og hvernig gamlar aðferðir í kaðlagerð geta sýnt okkur hvernig samfélagshefðir hafa mótað okkur. Á sýningunni munu nýjar uppgötvanir og endurskilgreining gamalla hugsjóna stíga jafnfætis í hönnun sem á erindi við komandi tíma.
Sýningar og viðburðir
MAKING NEW LAND
Umskipti
Arfisti – gjörnýting skógarkerfils
Öllum hnútum kunnug
Arkitýpa
Disaster Studios: Designing Resilience
Híbýlaauður
iucollect al fresco