Stuttmyndir 1.


16:00

Stuttmyndir

Bóka frímiða

Dagskrá Nordic Film Festival 2017

The Committee
(SE/FIN/NO) /2016/ Gunhild Enger og Jenni Toivoniemi/ 14. Mín.
Norrænt samstarf er í uppsiglingu. Þrír erindrekar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru saman komnir í Lapplandi til að taka ákvörðun um listaverk sem á að standa á landamærum þessara landa. En sendinefndin verður heldur betur brugðið. Í staðin fyrir skúlptúr, hefur listamaðurinn sem var fenginn í verkið gert „Norræna dansinn“. Sendinefndin þarf á lýðræðislegan hátt að ákveða hvað gera skal. Er eitthvað til sem þeir geta í sameiningu ákveðið að kallist Norræna hreyfingin?

Camping with Ada
(NO) / 2016/ Ina Lerner Grevstad / 14. mín. Sýnishorn.
Hin rúmenska Ada neyðist til að vinna sér inn pening yfir sumartímann sem vændiskona með frænku sinni á tjaldsvæði í Noregi. Þegar hún hittir Henriettu, norska stelpu, byrjar hún að gera sér upp hugmyndir um betra líf. Ada reynir að hefja nýtt líf á daginn en á kvöldin rekast þessir raunveruleikar hvorn á annan.

God Hates Finland
(AX)/2016/Johan Karrento/ 10 mín. Sýnishorn.
Það springur dekk á bílnum hjá taugastrektum Finna í sænskumælandi Álandi. Snjóstormur er á leiðinni og tilhugsunin um að þurfa að biðja um hjálpa á sænsku er meira en ímyndunar aflið hans þolir. Gamanmynd um tungumálaerfiðleika eftir Johan Karrento.

The Third Date
(FIN) /2015/ Herman Karlsson/ 16 mín. Sýnishorn.
Robbe og nýja kærastan hans Petra eru að borða kvöldmat heima hjá henni þegar röð óhappa byrja að setja kvöldið úr skorðum.

 

Cubs
(IS)/ 2016/Nanna Kristín Magnúsdóttir / 19. mín.
Einstæður faðir reynir að uppfylla ósk dóttur sinnar og halda fyrir hana náttfatapartý og bjóða öllum vinum hennar. En það reynist öllu erfiðara en hann gerir sér grein fyrir.

Bóka frímiða