Snorri Helgason – Tónleikaröð Norræna hússins


20:00

Kaupa miða

Tónleikar 12 júlí kl. 20:00

Tónlist Snorra Helgasonar er hjartnæm og leitar innávið, en er samt algild og hlustandinn á einfalt með að tengja við persónulegu texta hans. Snorri hefur góða þekkingu á poppsögunni og er með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni og úr smiðju hans flæðir stöðugur straumur af tímalausum þjóðlagakenndum melódíum og vel sömdum lögum sem eiga vel við nútímann. Fyrir tónleikaröð Norræna hússins mun Snorri spila lög af verkefni sínu Margt býr í þokunni, sem er safn nýrra þjóðlaga sem hann hefur verið að semja sl. 3-4 ár.

http://snorrihelgason.com

Verið velkomin á Tónleikaröð Norræna hússins alla miðvikudaga í sumar frá 14. Júní til 30. ágúst. Tónleikaröðin inniheldur rjómann af íslenskum djassi og íslenskri þjóðlagatónlist, með smá áhrifum frá latínu- og balkantónlist, sem og góðum gesti frá Svíþjóð. Tónleikaserían einkennist af afbragðs tónlistarmönnum og spannar allt frá hinu melankólíska og lágstemmda yfir í hið ástríðufulla og stormasama. Tónleikarnir fara fram í Aðalsal Norræna hússins.

Dagskrá

14. júní Ragnheiður Gröndal
21. júní Umbra
28. júní Baldvin Snær Hlynsson
5. júlí Krilja
12 júlí Snorri Helgason
19 júlí Tómas R. tríó
26 júlí Stína Ágústsdóttir
2. águst Ragnheiður Gröndal
9. águst Skuggamyndir frá Býsans
16. águst Tómas R. kvartett
23. águst Umbra
30. águst Þorgrímur Jónsson

Miðvikudagar í Norræna húsinu