SEQUENCES XI – Get ekki séð: VATN


Hvelfing
Aðgangur ókeypis

VATN

Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún fæddist út frá þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra. Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.

Get ekki séð er skipt í fjóra kafla sem veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum. Markmiðið er að velta upp ólíkum leiðum til að sjá og upplifa heiminn og fjarlægjast þannig þau sjónarhorn sem við eigum að venjast. Teygjanlegur tími leyfir okkur að ferðast langt aftur í goðsagnakennda fortíð eða ímynda okkur ókomna framtíð.

Djúpsævið umlykur eyjuna og vatnsósa mýrin umlykur sýningarstaðinn. Stórbrotnar öldurnar og endalaust hyldýpið kalla fram sýnir af goðsagnakenndum verum sem líða um í yfirgefnum innviðum, afurð löngu gleymdra tíma. Vatnið nálgast ströndina, með lög af tíma og rústir fortíðar í farteskinu. Kæfandi myrkrið á hafsbotni geymir ótalmörg leyndarmál og goðsögur greina frá sjávarferlíkjum skelfilegum ásýndum, skyldu þau vakna af eilífum svefni. Á ferð um mýrlendið eru raddir sem aldrei hafa fengið að heyrast með í för.

Gjörningadagskráin sem er samhliða sýningunum er tækifæri til að sameinast á myrkasta tíma ársins til að deila orku og hugmyndum. Gjörningarnir flytja okkur oftar en ekki að jaðri umbreytinga, að líkamlegum takmörkunum og færa huga okkar á ný mið. Í samfloti við sýningarnar skapar hátíðin í heild rými fyrir ímyndunarafl og táknræna hugsun og gefur okkur færi á að sjá lengra frá okkur.

Listamenn: 

Anna Niskanen (FI)

Benjamin Patterson (US)

Brák Jónsdóttir (IS)

Edith Karlson (EE)

Emilija Škarnulytė (LT)

Guðrún Vera Hjartardóttir (IS)

Gústav Geir Bollason (IS)

Katja Novitskova (EE)

Naima Neidre (EE)

Valgerður Briem (IS)

Sýningarstjórar: Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, Sten Ojavee (Estonian Centre for Contemporary Art)

 

SJÁ upplýsingar um alla dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu Sequences. 

Sequences er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík. Stof- naðilar Sequences eru Kling & Bang, Nýlistasafnið og Myndlistarmiðstöð.

Stuðnings- og samstarfsaðilar:

Íslandsstofa, Nordic Culture Point, Estonian Ministry of Culture, Estonian Cultural Endowment, Helsinki International Artist Programme, Estonian Centre for Contemporary Art, Myndlistarsjóður Barnamenningarsjóður, Reykjavíkurborg, Listasafn Íslands, Norræna húsið, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík EDITION, Tóma Rýmið, Safnasafnið – The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, Gerðarsafn Kópavogur Art Museum,  Pro Helvetia – the Swiss Art Fund, Zuzeum Art Centre, Latvian National Gallery, Goethe-Institut Dänemark, Latvian Centre for Contemporary Art Contemporary Art Centre in Vilnius Frame Finland Borg brugghús, Bíó Paradís

 

Aðgengi: Sýningin er staðsett í Hvelfinu sýningarrými í kjallara Norræna hússins. Aðgengi fyrir hjólastóla er með lyftu frá aðalhæð hússins. Aðgengilegt salerni er á aðalhæð hússins og öll salerni eru kynhlutlaus.