Tillögur óskast! jólaþema
Tillögur óskast!
Ert þú með hugmynd að því hvernig anddyri Norræna hússins gæti litið út fyrir jólin?
Sendu okkur þá tillögu fyrir 10. nóvember 2017 á (gunn at nordichouse.is) með eftirfarandi upplýsingum: 1) heiti sýningarinnar, 2) stutt lýsing á því hvernig þú ætlar að skreyta anddyri Norræna hússins fyrir jólin og 3) myndir/skissur og praktískar upplýsingar um sýninguna.
Tillagan þín, verði hún fyrir valinu, mun vera sýnd frá 1. desember til 4. janúar nk.
Engar hugmyndir eru of litlar eða of stórar. Framlag þitt getur verið eitthvað sem þú sjálf/ur hefur skapað eða samansafn af listmunum eftir aðra.
Einu kröfurnar sem við höfum eru að tillagan þín geti hangið á vegg eða staðið á sýningarkassa.
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn!