Norræna tjaldið á FUNDI FÓLKSINS


Föstudagur, 2. september

Kl. 12:00-12:50 Opnun Norræna tjaldsins: Norræn vísnatónlist 
Vigdís Hafliðadóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir eru nýútskrifaðar vísnasöngkonur úr Norræna vísnasöngskólanum í Kungälv í Svíþjóð. Þær flytja gestum Norræna tjaldsins lög af ýmsum toga þar sem lagatextarnir eru flestir á íslensku en nokkrir textar á granntungum okkar slæðast þó með.

Kl. 13:00-13:50 Þjóðernishyggja og popúlismi á Norðurlöndum – Salur Norræna hússins
Mikið hefur verið rætt um uppgang þjóðernisflokka á Norðurlöndum á undanförnum árum. Ýmislegt sameinar þessa flokka en margt er þó ólíkt með þeim og sögulegum rótum þeirra. Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Bengt Lindroth sendi nýverið frá sér bókina „Väljarnas hämnd“ um uppgang þessara flokka á Norðurlöndum. Hann segir frá efni hennar á Fundi fólksins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem þátttakendur eru, auk Bengt Lindroths: Philip Flores, blaðamaður á danska vefmiðlinum Zetland, Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst, og Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus. Dagskráin er á ensku.

Kl. 14:00-14:50 Framhaldsumræður um þjóðernishyggju og popúlisma á Norðurlöndum – Norræna tjaldið
Umræður um þjóðernishyggju og popúlisma á Norðurlöndum halda áfram í Norræna tjaldinu. Við beinum nú frekari sjónum að Íslandi og hvort svipuð þróun sé í vændum hér og á hinum Norðurlöndunum. Þátttakendur eru þeir sömu og í pallborðsumræðunum kl. 13-13:50, utan Eiríks Bergmanns. Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus. Dagskráin er á ensku.

Kl. 15:00-15:50 Allir þurfa þak yfir höfuðið – hvað geta Íslendingar lært af Norðurlöndunum um haldbæra húsnæðispólitík? – Norræna tjaldið
Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála og norræns samstarfs, Elín Hirst, alþingismaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur, skiptast á skoðunum og ræða málin. Fundarstjóri er Tryggvi Felixson, aðalráðgjafi á skrifstofu Norðurlandaráðs

Kl. 16:00-16:50 Alþjóðleg upplausn og aukið norrænt samstarf – Norræna tjaldið
Í vor birtist athyglisverð umfjöllun í danska vefritinu Zetland um það að ýmislegt benti til þess að alþjóðleg upplausn undanfarinna missera hefði valdið því að ráðamenn á Norðurlöndum séu að íhuga nánara samstarf á ýmsum sviðum, meðal annars landamæravörslu. Blaðamaðurinn Philip Flores er höfundur þessarar samantektar og hann segir frá niðurstöðum sínum. Boðið verður upp á umræður í lokin þar sem Bengt Lindroth, fyrrum fréttaritari sænska ríkisútvarpsins á Norðurlöndum, og íslenskur þingmaður í Norðurlandaráði, taka þátt. Dagskráin er á skandinavísku.

Kl. 17:00-17:50 Nýir tímar í fjölmiðlun – Norræna tjaldið Tæknivæðing og nýir samskiptahættir hafa leitt til byltingar í fjölmiðlun þar sem gömlu miðlarnir eiga undir högg að sækja á meðan nýir miðlar sækja fram. Við heyrum um tvær athyglisverðar nýlegar tilraunir, Kjarnann á Íslandi og Zetland í Danmörku, en fáum einnig innsýn í hvernig gamall og gróinn fjölmiðill eins og RÚV bregðst við þessum breytingum. Þátttakendur: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Philip Flores, blaðamaður á Zetland, og Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV. Dagskráin er á ensku.

Laugardagur, 3. september

Kl. 10:00-10:50 Fundir fólksins á Norðurlöndunum – Salur Norræna hússins
Fundur fólksins er haldinn að norrænni fyrirmynd en sams konar hátíðir hafa farið fram talsvert lengi á öllum hinum Norðurlöndunum og eru fastur liður í sumardagskrá alls áhugafólks um stjórnmál. Zakia Elvang, forstöðukona Folkemødet på Bornholm, systurhátíðar Fundar fólksins í Danmörku, heimsækir okkur og segir frá hátíðinni á Borgundarhólmi. Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, segir frá framtíðaráformum Fundar fólksins á Íslandi en Almannaheill eru aðstandandi hátíðarinnar. Fundarstjóri: Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins. Dagskráin er á ensku.

Kl. 11:00-11:50 Hvernig ERU Norðurlandabúar eiginlega – Norræna tjaldið
Fulltrúar norrænu sendiráðanna í Reykjavík komast að hávísindalegri niðurstöðu um hvað er týpískt danskt/finnskt/norskt/sænskt. Bengt Lindroth, fyrrv. fréttaritari sænska ríkisútvarpsins á Norðurlöndum, leggur mjög fræðilegt mat á niðurstöðurnar. Fundarstjóri: Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins. Dagskráin er á blandinavísku.

Kl. 12:00-12:50 Dagskrá á vegum Norræna félagsins – Norræna tjaldið
Kl. 13:00-13:50 Dagskrá á vegum Norræna félagsins – Norræna tjaldið

Kl. 14:00-14:50 Hvað gerir Norðurlandaráð og hverjum gagnast samstarf Norðurlanda? – Norræna tjaldið
Helgi Hjörvar, alþingismaður og fyrrum forseti Norurlandaráðs og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrum alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs, segja frá reynslu sinni og ræða málin. Fundarstjóri er Tryggvi Felixson, aðalráðgjafi á skrifstofu Norðurlandaráðs

Kl. 15:00-15:50 Er gulleggið í hættu? Getur norrænt sjálfbærnimerki fyrir ferðaþjónustu bjargað málunum? – Norræna tjaldið
Stefán Gíslason umhverfisfræðingur, Elin Hirst alþingismaður og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálstjóri/Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, ræða hvort og hvernig Norðurlöndin geta unnið saman að því að ferðaþjónustan spilli ekki þeim grunni sem hún byggir á. Fundarstjóri er Tryggvi Felixson, aðalráðgjafi á skrifstofu Norðurlandaráð

Viðburður á Facebook