Mirja Klippel & Alex Jønsson TÓNLEIKARÖÐ NORRÆNA HÚSSINS


21:00

Miðasala

Finnska söngkonan Mirja Klippel & danski gítarleikarinn Alex Jønsson halda tónleika í Norræna húsinu 31. júlí kl. 21:00.
Aðgangur er aðeins 3.000 kr./2.000 fyrir námsmenn og eldri borgara. Miðasala fer fram á tix.is og í Norræna húsinu.

Mirja Klippel vann til verðlauna fyrir lagasmið ársins á dönsku tónlistarverðlaununum árið 2016 fyrir fyrstu EP plötu sína Lift Your Lion og haustið 2018 gaf hún út fyrstu plötuna í fullri lengd – River of Silver – hjá þýska fyrirtækinu Stargazer Records. Undanfarið hefur hún farið á fjölda tónleikaferðalaga með gítarleikaranum og bakraddasöngvaranum Alex Jønsson í Danmörku og víðar og þau hafa komið fram á fjölbreyttum stöðum eins og í stofu á Jótlandi, trékirkjum í Finnaldi og þekktum tónlistarhátíðum á Grænlandi.

„Það er ekki hægt að mæla nógu mikið með Mirju Klippel!“ voru orð danska nettímaritsins Diskant.

Hlusta á Sportify – Mirja Kippel
Hlusta á Spotify- Alex Jønsson

 

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í þriðja skipti í sumar með fjölbreyttri dagskrá og áhugaverðum tónlistarmönnum. Þetta ár kynnum við  fjögur atriði frá hinum Norðurlöndunum ásamt sex íslenskum atriðum. Tónleikaröðin inniheldur eitthvað fyrir alla; þjóðlagatónlist, djass, klassík og popp.

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir tónleikana og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Panta borð