Klassík í Vatnsmýrinni – Nóbel í tónum


20:00

Klassík í Vatnsmýrinni – Nóbel í tónum

Tónleikar í Norræna húsinu 22. nóvember kl. 20

Smelltu hér til að kaupa áskrift á alla tónleika Klassík í Vatnsmýrinni

Eldri borgarar og öryrkja afsláttur

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikar flytja dagskrá helgaða tveimur nóbelskáldum, þeim Halldóri Laxness og Bob Dylan. Sönglögin við ljóð Laxness eru samin árið 2014 af Eiríki Árna Tryggvasyni sem starfar jöfnum höndum sem myndlistarmaður og tónskáld. Ljóðaflokkinn „Mr. Tambourine man“ við ljóð Bob Dylans var saminn af John Corigliano árið 2000, en Corigliano hefur unnið Pulitzer verðlaun, fimm Grammy verðlaun og Óskarsverðlaun fyrir tónverk sín.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir stundaði söngnám við Royal Scottish Academy of Music and Drama og hefur tekið þátt í óperuuppfærslum hjá British Youth Opera, The Schottish Opera og Íslensku óperunni. Árið 2010 vann Bylgja Dís til fyrstu verðlauna í Barry Alexander International Vocal Competition og söng á tónleikum verðlaunahafa í Carnegie Hall. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika og kirkjutónleika og kemur reglulega fram í uppfærslum Óp-hópsins. Nýlega söng Bylgja Dís hlutverk Sentu í rokkuppfærslu Norðuróps á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner.

Hrönn Þráinsdóttir sérhæfði sig í meðleik með söngvurum og í kammermúsík á námsárunum í Freiburg og Stuttgart. Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Noregi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum og á Íslandi sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska. Hún hefur tekið þátt í fjölda tónlistarhátíða og frumflutt tónverk m.a. á Myrkum músíkdögum og Hjóðön í Hafnarborg.

AALTO Bistro er opið til kl 21.30 á miðvikudagskvöldum.

Aðgangseyrir er kr. 2.500, 1.500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri. Fernir tónleikar í áskrift á kr. 7.500, eða kr. 4.500 fyrir eldri borgara og öryrkja. Miðasala á Tix.is og við innganginn. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið.