The Idealist / Norræn kvikmyndahátíð


18:00

The Idealist

Christina Rosendahl/ DK/ 2015/ 114 mín/  Spennumynd/ 9 ára

Þann 21. janúar 1968 brotlenti Bandarísk sprengjuflugvél (B-52) hlaðin kjarnaoddum rétt utan við herstöð Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi. Átján árum seinna kemst fréttamaðurinn Poul Brink á snoðir um upplýsingar um hrapið, grafnar djúpt í Grænlandsjökli og í bandarískum skjalaskápum.

Byggð á sannsögulegum atburðum.

Tungumál: danska/ Texti: enska

Aðgangur ókeypis

Sýnishorn

Tryggðu þér frían miða á www.tix.is  eða við innganginn.

Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012.  Markmið hátíðarinnar er að  kynna breitt úrval  vandaðra kvikmynda frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á íslandi, AALTO Bistro og Bio Paradis.

The Idealist. Photo Christian Geisnæs4x900