Hvað nú? Trump og málefni Mið-Austurlanda


17:00

Hvað nú? Trump og málefni Mið-Austurlanda

Vinstri græn standa fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu 28. mars kl. 17 og aðgangur er opinn öllum. 

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um utanríkisstefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum á 21. öldinni og sérstaklega hvaða breytingar átti sér stað í stjórnartíð Baracks Obama. Síðan verður skoðað hvaða hagsmuni Bandaríkjastjórn hefur á þessu svæði og með það í huga hvað sé hugsanlega í vændum í valdatíð Donalds Trump.

Fjallað verður sérstaklega um Írak, Sýrland, Ísrael, Palestínu og Sádi Arabíu.

Að lokum verður fjallað um uppgang Kína og Rússa á þessu svæði og hvaða afleiðingar það gæti haft á stjórnmál Mið-Austurlanda.