Heima/Дім/Home Menningarnótt – Sýningarstjóraspjall


13:00–14:00
Aðgangur ókeypis

Heima/Дім/Home Menningarnótt – Sýningarstjóraspjall

Menningarnótt 2022 tekur sýningarstjórinn Iryna Kamienieva á móti gestum milli klukkan 13:00 – 14:00. Iryna mun spjalla við gesti um sýninguna  Heima/Дім/Home og þá listamenn sem eiga verk á sýningunni. 20. Ágúst er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar og er húsið opið frá 10:00- 17:00.

Stjórnarskrársvæði Úkraínu er heimili 43.544.250 manns. Hins vegar, síðan rússnesk-úkraínska stríðið hófst árið 2014 og nú eftir innrás Rússa í febrúar 2022 hafa margir Úkraínumenn misst heimili sín og aðrir endurskoðað skilgreiningu sína á því hvað heimili er.

Á þessari sýningu bjóðum við gestum að kynnast okkar eigin skynjun á Úkraínu sem fallegum, notalegum, fyndnum, krefjandi og fjölbreyttum stað. Allar myndirnar voru teknar fyrir rússnesku innrásina og á tiltölulega friðsælum stöðum. Hryllingur stríðsins er ekki sýndur á mynd en er samt í huga okkar á hverri stundu. Þetta grimma og fáránlega stríð eyðileggur stöðugt allt sem við elskum og þykir vænt um.

Heimili okkar á ekki skilið að vera í rúst.

Sýningarstjórar:  Yevgeny Dyer and Iryna Kamienieva

Listamenn:
Iryna KamienievaYevgeny DyerViktoriia PolishchukIgor MhykhaPavlo PastushenkoVolodymyr Mateychuk

Plakat: Maxim Kalinchuk