Leiðsögn um Norræna húsið (enska)


Sunnudaga kl. 14:00 og miðvikudaga kl. 18:00.

Tímabil 14. júní – 31. ágúst.

Í sumar verður boðið upp á leiðsögn um Norræna húsið, sögu þess og arkitektúrinn Alvar Aalto.

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar.

Í Norræna húsinu er einnig að finna einstakt bóksafn, sem lánar út bókmenntir eingöngu á norrænum tungumálum, verslun með norræna hönnun, sýningarsali, tónleika/ fyrirlestrar/kvikmyndasal og veitingastaðinn Aalto Bistro.

Leiðsögnin fer fram á ensku og kostar 1000 kr. Aðgangur að sýningunni Borgarveran fylgir með. 

 

Kaupa miða

 

Sumartilboð

Upplifðu notalega kvöldstund í Norræna húsinu sem hefst með leiðsögn um húsið og sýninguna THE CITY BEING. Að henni lokinni tekur við  tveggja rétta máltíð á Aalto Bistro og undir lokin tónleikar með rjómanum af íslenskum djassi og íslenskri þjóðlagatónlist í TÓNLEIKARÖÐ NORRÆNA HÚSSINS. Verð alls: 7800 kr.

 

Bóka sumartilboð