Fyrirlestur um Vaastu


19:30

Fyrirlestur um Vaastu

Verið velkomin á fyrirlestur um Vaastu arkitektúr í Norræna húsinu 22. júní kl. 19:30!

Forn indverskur arkitektúr sem stuðlar að veraldlegri og andlegri vellíðan og á erindi við nútímann.

Hvernig áhrif hafa híbýli á andlega og veraldlega líðan okkar?

Þessi spurning hefur vakið upp aukinn áhuga á hugtökunum vastú og vaastú og markmið fyrirlestursins er að skýra lögmál fræðanna. Þessi lögmál má nota við nútíma byggingar rétt eins og þau hafa verið notuð við fornar byggingar og borgir víðs vegar um heiminn.

Vísinda og tækniþekkingu vaastú var lengi vel aðeins að finna innan Vishwakarma hefðarinnar á Indlandi. Dr. V. Ganapati Sthapati, sem var frægur menntamaður á sviði Vaastú, arkitekt og myndhöggvari, endurvakti fræðin í sinni upprunalegu mynd með það að markmiði að gera þau aðgengileg á heimsvísu. Það gerði hann m.a. í samstarfi við dr. Jessie Mercay en saman stofnuðu þau the American University of Mayonic Science and Technology sem býður bæði upp á B.A. og framhaldsnám í vaastú.

Við erum að bjóða upp á fyrirlestur í fyrsta sinn hér á landi um þessa þekkingu Vishwakarma hefðarinnar og hvernig má nota hana á sviði nútíma arkitektúrs.

Fyrirlesari: Alexandar Simonic, MSc EE, BSc MST, menntaður vaastu ráðgjafi.

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku

Frekari upplýsingar í síma 8692159