Fyrirlestur um Tchaikovsky og Grieg á Wagnerhátíðinni í Bayreuth


13:00

Wagnerfélagið heldur fyrirlestur í Norræna húsinu sunnudaginn 20 nóvember kl.13. Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og er opinn öllum, ókeypis. 

Fyrirlestur um Tchaikovsky og Grieg á Wagnerhátíðinni í Bayreuth

Í tilefni þess að Tchaikovsky er tónskáld haustsins hjá Íslensku óperunni hefur Wagnerfélagið fengið Reyni Axelsson stærðfræðing og tónskáld til að halda erindi um Wagner og Tchaikovsky. Tchaikovsky var einmitt viðstaddur opnun Bayreuthhátíðarinnar og frumsýningu Niflungahringsins árið 1876.

Þegar hið mikla verk Wagners “Der Ring des Nibelungen” var fyrst flutt í heild á fyrstu hátíðinni í Bayreuth flykktust  tónlistarmenn að hvaðanæva. Sumir lýstu svo upplifun sinni á prenti. Meðal þeirra voru tónskáldin Edvard Grieg og Pjotr Tchaikovsky, en þeir sögðu hvor um sig frá hátíðinni í röð af greinum sem birtust í dagblöðum í heimalandi þeirra.

Í  fyrirlestrinum verður sagt frá hvernig þeir lýstu þessum viðburði og gluggað í greinarnar. Ekki minnast þeir hvor á annan  í þessum skrifum, en seinna áttu þeir eftir að kynnast vel.

Í tilefni af sýningu Íslensku óperunnar á Eveníj Onégin verður sýnd mynd um ævi Tsjajkovskíjs.