Vortónleikar- Jazz


17:00

Vortónleikar í Norræna húsinu

Laugardaginn 23. apríl næstkomandi mun söngkonan Silva Þórðardóttir ásamt hljómsveit flytja sígilda djass standarda í Norræna húsinu.

Með henni spila þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson á píanó, Ari Bragi Kárason á trompet, Scott McLemore á trommur og Þórður Högnason á kontrabassa.

Tónleikarnir hefjast kl 17:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur. Afsláttur fyrir nema, öryrkja og eldri borgara. Posi verður á staðnum.