The Fencer/ Norræn kvikmyndahátíð.
16:00
The Fencer
Klaus Härö/FIN/2015/110 mín/Drama/ 15 ára aldurstakmark
The Fencer, sem var framlag Finnlands til Óskarsins 2016, er byggð á sannsögulegum atburðum og segir sögu ungs manns, Endel Nelis, sem flytur frá Leningrad til Eistlands til að flýja Sovésku leynilögregluna. Hann sest að í litlum afskektum bæ og stofnar skylmingafélag fyrir börn. Félagið færir honum miklar vinsældir og kyndir fljótt undir afbrýðisemi bæjarbúa. Nelis á sér von um að geta hafið nýtt líf en í Sovíetríkjunum er tortryggni allráðandi og fortíð hans gæti gert þær vonir að engu.
The Fencer er fyrsta finnska kvikmyndin sem bæði hefur verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna og verið framlag til Óskarsins.
Allar myndirnar eru textaðar á ensku.
Aðgangur er ókeypis.
Tryggðu þér frían miða á www.tix.is – Allir lausir miðar við innganginn.
Sýnishorn: http://thefencermovie.com
Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012. Markmið hátíðarinnar er að kynna breitt úrval vandaðra kvikmynda frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á íslandi, AALTO Bistro og Bio Paradis.