Listamannaspjall, leiðsögn og tónlistargjörningur í undraheimi The Weather Diaries
16:00-19:00
Listamannaspjall, leiðsögn og tónlistargjörningur í undraheimi The Weather Diaries
Það er sýningin The Weather Diaries (þýð. Veðurdagbækurnar) sem tengir saman þá ólíku viðburði sem Norræna húsið býður upp á í tengslum við Listahátíð.
Dagskráin 3. júní
Fjölbreyttur föstudagur
kl. 16:00—17:00
Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall með fatahönnuðunum Bibi Chemnitz frá Grænlandi og Guðrun & Guðrun frá Færeyjum.
kl. 17:00—18:00
Drekar og loðlingar. Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttur (einnig þekkt sem Shoplifter) og Jóhönnu Methúsalemsdóttur stofnanda Kría Jewelry.
kl. 18:00—19:00
Tónlistargjörningur eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Shoplifter. Leiðsögn í sýningarrými.
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands stýrir umræðum.
Fyrirlestrarnir eru á ensku, aðgangur er ókeypis (einnig á sýninguna eftir kl.15 í tilefni dagsins).
Shoplifter
Listamenn:
Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall. Bibi Chemnitz frá Grænlandi og Guðrúnu Rógvadóttur frá færeyska tískumerkinu Guðrun & Guðrun spjalla um reynslu sína af vöruþróun og branding. Bibi starfar í Kaupmannahöfn og leggur áherslu á frísklegan hversdagsfatnað í skörpum formum og sniðum www.bibichemnitz.com . Guðrúnu Rógvadóttir er þekkt fyrir fágaðan smekk og sérstaka tilfinningu fyrir efnum og litum. Gudrun er m.a þekkt fyrir lopapeysuna sem rannsóknarlögreglukonan Sara Lund klæddist, í dönsku þáttunum Forbrydelsen. Guðrún býr og starfar frá Færeyjum. www.gudrungudrun.com
Listakonurnar Shoplifter og Jóhanna Methúsalemsdóttir, stofnandi Kría Jewelry, eru meðal þátttakenda í sýningunni The Weather Diaries sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Þær eru íslenskar í húð og hár en hafa starfað í New York í rúma tvo áratugi. Gestir fá tækifæri til að kynnast listsköpun þeirra og hugmyndafræði en báðar eru heillaðar af frumstæðri þörf mannsins til að skreyta sig og fegra. Báðar dansa fimlega á línunni þar sem listir og hönnun mætast og hugmyndafluginu eru engin takmörk sett.
Gjörningalista- og tónslistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir, fyrrum meðlimur í múm, bregður á leik með Shoplifter og Jóhönnu. Kristín Anna hefur ósjaldan unnið með Shoplifter, m.a. í gervi loðlinganna í myndunum sem þær unnu í samstarfi við Cooper og Gorfer fyrir Weather Diaries sýninguna. Kristín Anna mun leika eigin tónlist og styttri útgáfu af tónverkinu sem hún samdi fyrir innsetninguna Nervescape eftir Shoplifter. Innsetningin var upprunalega hluti af sýningu Shoplifter í Clocktower Gallery í New York þar sem Alanna Heiss var sýningarstjóri.
Guðrun & Guðrun