BRÉF FRÁ ÍSLANDI: Tónleikar með Johanna Sjunnesson og Mikael Lind


19:00
Salur

Sænsk- íslenska dúóið Johanna Sjunnesson og Mikael Lind fara með okkur í tónlistarferðalag um tíma og rúm með sellói og rafhljóðfærum í ambient andrúmslofti.

Kraftmiklir sellótónar Johanna Sjunnesson blandast saman við rafhljóð Mikael Lind og saman skapa þau tónlist innblásna af sænskri popptónlist nútímans. Á þessum tónleikum fáum við einnig frumflutning á nýrri plötu tvíeykisins Wave Cycles sem kom út í október.

Tónleikarnir sækja innblástur í leiðangur Daniel Solander til Íslands fyrir 250 árum, sem er skráð í bókinni „Letters“ eða „Bréf“, þar sem hann sagði frá reynslu sinni af því að heimsækja landið og fólkið þar. Tónlistin er samin með hafið og náttúru Íslands til fyrirmyndar. Hvað heyrði og upplifði Solander við komuna til Íslands?

Við fáum líka að heyra „Arctic Ice“ sem innblásin er af heimskautaleiðangri fyrir 150 árum.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við sænska sendiráðið í Reykjavík og verður þetta lokahóf sænsk-íslenska merkisársins Solander250.

Styrkur var einnig veittur frá Sænsk-íslenska sjóðnum og Letterstedtska sjóðnum.