REYKJAVÍK INTERNATIONAL LITERARY FESTIVAL – Streymi


Bókmenntahátíð Reykjavíkur fer fram dagana 6-9 september 2017. Dagskráin á íslensku.

Hátíðin fer fram í Norræna húsinu, Iðnó og víðar. Samtöl fara fram á ensku. Upplestrar fara fram á móðurmáli höfunda. Ókeypis er inn á alla viðburði.

Á Bókmenntahátíð í Reykjavík koma innlendir og erlendir rithöfundar saman, kynna verk sín og ræða um líf sitt og störf, auk þess sem erlendir útgefendur og blaðamenn taka þátt.Á hátíðinni gefst gestum einstakt tækifæri til þess að hitta íslenska og erlenda höfunda, heyra um nýjar bækur, og fá innblástur úr öllum heimshornum.

Reykjavík

16:00-17:00
Hljómskálagarður: Krikketsýning: The Authors, félag krikketspilandi rithöfunda frá Bretlandi, sýnir krikket og kennir helstu atriði íþróttarinnar.

21:00-22:00
Stúdentakjallarinn: Hvað er krikket? The Authors segja frá sjálfum sér og ritstörfum sínum og leiða áhorfendur í allan sannleika um töfra krikketsins í spjalli við Stefán Pálsson.

Miðvikudagur 6. september

16:00-16:45
Iðnó: Fjarstaddi höfundurinn í samstarfi við PEN á Íslandi: Avijit Roy var rithöfundur frá Bangladesh sem myrtur var fyrir tveimur árum. Sjón, forseti PEN á Íslandi, og Naila Zahin Ana frá Bangladesh fjalla um Roy og verk hans.

16:00-17:00
Stúdentakjallarinn: Blekfjelagssíðdegi: Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands lesa stefnuyfirlýsingar sínar.

17:00
Ráðhúsið: Setning Bókmenntahátíðar í Reykjavík: Auður Ava Ólafsdóttir og Eka Kurniawan flytja setningarræður ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík. Tónlistaratriði með Tómasi R. Einarssyni, Gunnari Gunnarssyni og Sigríði Thorlacius.

20:00-20:50
Iðnó: Pólitík tungumálsins: Pallborð með Jonas Hassen Khemiri og Auði Övu Ólafsdóttur. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.

21:00-21:50
Iðnó: Sögur og átök: Pallborð með Yaa Gyasi og Tapio Koivukari. Stjórnandi: Antje Deistler.

Fimmtudagur 7. september

11:15-12:00
Norræna húsið: Ævisöguleg ljóðlist og pólitík sjálfsins: Pallborð með Maju Lee Langvad og Evu Rún Snorradóttur. Stjórnandi: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

12:00-12:30
Norræna húsið: Allt sem ég man ekki: Viðtal við Jonas Hassen Khemiri. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.

12:30-13:00
Norræna húsið: Heimför: Viðtal við Yaa Gyasi. Stjórnandi: Antje Deistler.

13:00-13:45
Norræna húsið: Ekki bara noir – litróf norrænna glæpasagna: Pallborðsumræður með Lone Theils, Jónínu Leósdóttur og Ragnari Jónassyni. Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir.

16:00-18:00
Stúdentakjallarinn: Bókmenntabarsvar með Antoni Helga Jónssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur.

20:00-20:50
Iðnó: Maður og náttúra: Pallborðsumræður með Fredrik Sjöberg og Morten Strøksnes. Stjórnandi: Antje Deistler.

21:00-22:00
Iðnó: Ljóðaupplestur með Maju Lee Langvad, Aase Berg, Christine De Luca, Bubba Morthens, Antoni Helga Jónssyni og Kött Grá Pje.

Föstudagur 8. september

10:00-10:50
Norræna húsið: Morgunkaffi með ljóðskáldi: Christine De Luca segir frá verkum sínum og uppáhaldsljóðum yfir kaffibolla í bókasafninu.

11:30-12:00
Norræna húsið: Flugnagildran: Viðtal við Fredrik Sjöberg. Stjórnandi: Antje Deistler.

12:00-12:30
Norræna húsið: Grænmetisætan: Viðtal við Han Kang. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.

12:30-13:15
Norræna húsið: Fegurðin og ljótleikinn: Pallborðsumræður með Eka Kurniawan og Jóni Kalman Stefánssyni. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.

14:00-16:00
Háskóli Íslands, Askja 132: Um alræði: Timothy Snyder flytur fyrirlestur Jóns Sigurðssonar hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Kynnir: Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

15:15-16:00
Háskóli Íslands, Veröld – Hús Vigdísar: Uppskrift að lífi: Esmeralda Santiago fjallar um þýðingar á eigin verkum hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

16:00-18:00
Stúdentakjallarinn: Blekfjelagssíðdegi: Félag meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands stendur fyrir upplestrum þar sem þemað er ENDIR.

20:00-20:50
Iðnó: Upplestur á eigin máli með Hiromi Kawakami, Tapio Koivukari, Etgar Keret, Arnaldi Indriðasyni og Sigrúnu Pálsdóttur.

21:00-21:50
Iðnó: Holdið og valdið: Pallborðsumræður með Aase Berg, Han Kang og Kristínu Eiríksdóttur. Stjórnandi: Björn Halldórsson.

22:00-22:45
Iðnó: Heimsbókmenntirnar í hnotskurn: Upplestur með John Crace.

Laugardagur 9. september

11:00-11:50
Norræna húsið: Hvað getum við lært af 20. öldinni? Viðtal við Timothy Snyder. Stjórnandi: Halldór Guðmundsson.

12:00-12:50
Norræna húsið: Form og fantasía: Pallborðsumræður með Etgar Keret og Sjón. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.

13:00-13:50
Norræna húsið: Sögur, uppruni, sjálfsmyndir: Pallborðsumræður með Esmeröldu Santiago og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Stjórnandi: Jón Yngvi Jóhannsson.

13:00-13:30
Norræna húsið: Sögustund: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir sagnaþulur segir söguna af Búkollu með beinum, steinum og greinum og með þátttöku áhorfenda (aldur 6-9 ára).

13:30-15:30
Norræna húsið: Skáldað í eyðurnar: Lóa Hjálmtýsdóttir leiðir listasmiðju.

14:00-14:30
Norræna húsið: Konur og stríð: Viðtal við Anne-Cathrine Riebnitzsky. Stjórnandi: Max Easterman.

14:30-15:00
Norræna húsið: Hafbókin: Viðtal við Morten Strøksnes. Stjórnandi: Antje Deistler.

15:00-15:30
Norræna húsið: Stiklað á stóru: Viðtal við John Crace. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.

15:00-16:30
Borgarbókasafnið í Grófinni: Bókmenntaganga um söguslóðir Tímaþjófsins í fylgd Steinunnar Sigurðardóttur.

22:00-01:00: Iðnó: Lokahóf og bókaball: Hljómsveitin Royal leikur fyrir dansi. Miðasala við innganginn.

Sunnudagur 10. september

14:00-16:00
Veröld – Hús Vigdísar: Orðstír – höfundar og þýðendur: Fjölbreytt dagskrá um þýðingar þar sem handhafar Orðstírs, heiðursverðlauna þýðenda, og fleiri þýðendur af íslensku á önnur mál spjalla við höfunda sem þeir hafa þýtt í gegnum árin.

 

Erlendir höfundar sem mæta á hátíðina í ár eru eftirfarandi:

Sænska ljóðskáldið Aase Berg, en hún hefur einnig skrifað esseyjur og bókmenntagagnrýni fyrir blöð á borð við Dagens Nyheter. Nýjasta bók hennar Hackers eða Hakkarar kom út í Svíþjóð 2015. Í bókinni er hugmyndaheimi femínismans teflt saman við veröld vírusa, Trójuhesta og tölvuhakkara á hömlulausan hátt.

John Crace er enskur höfundur, blaðamaður og gagnrýnandi og heldur hann út föstum dálk í The Guardian sem nefnist Digested Read. En þar sýður hann niður heimsbókmenntir í örstutta og fyndna úrdrætti. Bók hans I Never Promised you a Rose kom út hjá Penguin árið 2015 en þar tekur Grace fyrir bresk stjórnmál af mikilli hnyttni.

Yaa Gyasi er ættuð frá Ghana en ólst upp í Bandaríkjunum. Fyrsta skáldsaga hennar Homegoing eða Heimförin var valin ein af bókum ársins 2016 víða um heim og hefur unnið til fjölda verðlauna. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn síðar á árinu. bókinni tekst Gyasi á við flókna arfleifð þrælaviðskipta og nauðungarflutninga beggja vegna Atlantshafs og skoðar vanmátt hverrar nýrrar kynslóðar frammi fyrir yfirþyrmandi grimmd fortíðarinnar. Frásagnarlist Yaa Gyasi hefur verið líkt við verk höfunda á borð við Gabriel Garcia Márquez, og ljóst er að höfundurinn á framtíðina fyrir sér.

Hang Kang er suður-kóreskur rithöfundur og ljóðskáld sem slegið hefur í gegn á alþjóðlegum grundvelli síðustu ár. Hún hlaut alþjóðlegu Booker-verðlaunin fyrir bók sína Grænmetisætan (The Vegeterian) árið 2015, fyrst Kóreumanna og er sú bók væntanleg til útgáfu hjá Bjarti í þýðingu Ingunnar Snædal. Frásagnarháttur Kang þykir bæði töfrandi og ísmeygilegur í senn. Hún hefur skrifað fjölda annarra bóka, er einnig tónlistarmaður og kennir ritlist við háskólann í Seoul.

Hiromi Kawakami er einn vinsælasti samtíma höfundur Japans. Skáldsaga hennar Stjörnur yfir Tókýó kom út í Japan 2001 og hefur síðan vakið mikla alþjóðlega athygli. Hún kom út í íslenskri þýðingu Kristínar Jónsdóttur hjá Bjarti árið 2015. Verk Kawakami hafa verið þýdd á meira en tuttugu tungumál og fyrir þau hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal helstu bókmennta verðlaun Japans, Tanizaki verðlaunin.

Etgar Keter er einn af vinsælustu rithöfnudum Ísrales.  Hann er sérstaklega þekktur sem afkastamikill og margverðlaunaður smásagnahöfundur en Keret hefur einnig sent frá sér myndasögur, barnabók og skrifað handrit fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nýjasta bók Keret er endurminningabók og  kallast á ensku The Seven Good Years, en þar skrifar Keret um árin sjö sem liðu frá fæðingu sonar hans til dauða föður hans. Bækur Keret hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál Jonas Hassen Khemiri er einn mikilvægasti höfundur sinnar kynslóðar í Svíþjóð. Hann er þekktur jafnt fyrir samfélagslega innsýn sína og lipurð og dirfsku í meðförum á sænskunni sem bókmenntamáli. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og hafa verk hans komið út á mörgum tungumálum. Nýjasta bók hans, Allt sem ég man ekki, kom úr hjá Bjarti í þýðingu Þórdísar Gísladóttur á þessu ári.

Tapio Koivukari er finnskur höfundur sem hefur samið skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit. Koivukari var búsettur á Íslandi um árabil og er mikilvirkur þýðandi íslenskra bókmennta á finnsku. Tvær bækur Koivukaris hafa komið út á íslensku, Yfir hafið, inn í steininn árið 2009 og Ariasman árið 2011. Vakti sú síðarnefnda sérstaka athygli hér á landi, enda fjallar hún um Spánverjavígin svokölluðu, fjöldamorð Íslendinga á baskneskum hvalföngurum á Vestfjörðum árið 1615. Þriðja bók Koivukaris, Draumapredikarinn (Unissasaarnaaja), fjallar um andlegt ástand fólks í Finnlandi eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgang spíritismans þar. Fyrir bókina hlaut höfundurinn hin virtu Runeberg-verðlaun í Finnlandi og hún er væntanleg í íslenskri þýðingu undir merkjum bókaútgáfunnar Sæmundar.

Eka Kurniawan er einn þekktasti höfundur Indónesíu og hefur vakið heimsathygli fyrir bækur sínar, einkum bókina Fegurðin er sár (Beauty is a Wound á ensku). Bókin kom út á frummálinu 2002 og í enskri þýðingu 2015. Sagan spannar meira en hálfa öld og tekst á við blóðuga sjálfstæðisbaráttu Indónesíu. Bókin er væntanleg hjá Forlaginu í þýðingu Ólafar Pétursdóttir. Kurniawan er mikill sögumaður og sækir meðal annars í epískan sagnabrunn hins þjóðlega indónesíska skuggabrúðuleikhúss. Í alþjóðlegu samhengi hefur litríkum og goðsagnakenndum texta Kurniawans verið líkt við verk höfunda á borð við Haruki Murakami og Gabriel Garcia Márquez. Kurniawan skrifar einnig smásögur, kvikmyndahandrit, esseyjur og blogg.

Maja Lee Langvad er danskt ljóð skáld að kóreskum uppruna. Langvad vakti athygli strax með fyrstu bók sinni, konseptljóðabókinni Find Holger Danske, sem kom út árið 2006 og hlaut verðlaun sem besta frumraun höfundar í Danmörku. Sjálfsævisögulegi ljóðabálkurinn Hún er reið – vitnisburður um þverþjóðlega ættleiðingu (HUN ER VRED – Et vidnesbyrd om transnational adoption) frá árinu 2014 vakti ennfremur mikla athygli og hafa brot úr þeirri bók birst í íslenskri þýðingu Hallgríms Helgasonar í tímaritinu Stínu og Eiríks Arnar Norðdahl á vefritinu Starafugli. Langvad hefur einnig lagt stund á þýðingar og ritstýrt bókmenntatímaritinu Banana Split.

Christine De Luca er eitt helsta ljóðskáld Skota, hún er fædd á Hjaltlandseyjum og hefur sent frá sér sex ljóðasöfn,  bæði á ensku og hjaltlensku.  Ljóðasafn hennar Hjaltlandsljóð voru gefin út í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar hjá Dimmu 2012. De Luca hefur unnið fjölda verðlauna fyrir ljóð sín og hefur hún til dæmis fjórum sinnum átt ljóð á listanum tuttugu bestu ljóð ársins í Skotlandi. Anne-Cathrine Riebnitzsky er danskur rithöfundur með óvenjulegan bakgrunn, en hún var í danska hernum og fór með honum til Afganistan 2007, fyrst sem óbreyttur hermaður en síðar sem ráðgjafi á vegum utanríkisráðuneytisins. Í Afganistan starfaðir Riebnitzsky meðal annars með stríðshrjáðum konum og hefur sú reynsla orðið henni að yrkisefni í verkum hennar þar sem hlutskipti kvenna og barna í stríði hefur verið áberandi stef. Frumraun hennar var ævisögulegt uppgjör við árin í Afganistan og nefndist Stríðkvennana (Kvinderens krig) en hún kom úr 2010.  Í haust er væntanleg á íslensku nýjasta bók Riebnitzsky, Fárviðristímabilið og kyrrðin (Orkansæsonen og stillheden).

Esmeralda Santiago er þekktust fyrir endurminningabækur sínar sem fjalla meðal annars um þá reynslu að tilheyra tveimur löndum, en sjálf fæddist hún á Puerto Rico og fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hún var þrettán ára.  Tvær endurminningabókanna hafa verið gefnar út í íslenskri þýðingu Herdísar Magneu Hübner hjá bókaforlaginu Sölku, en það eru bækurnar Stúlkan frá Púertó Ríkó og Næstum fullorðin. Í bókunum dregur Santiago upp ljóslifandi myndir úr lífi ungrar konu í New York á sjöunda áratugnum og lýsir togstreitunni sem þrá hennar eftir menntun hefur í för með sér. Nýjasta bók hennar heitir Conquistadora og er söguleg skáldsaga sem gerist á Puerto Rico Fredrik Sjöberg er sænskur rithöfundur, skordýrafræðingur, þýðandi og pistlahöfundur. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir bókina Flugnagildran sem kom út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttir árið 2015 hjá Bjarti. Flugnagildran er fyrsta bókin í sjálfsævisögulegum þríleik Sjöbergs. Fredrik Sjöberg hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín.

Timothy Snyder er prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla og einn af fremstu fræðimönnum Bandaríkjanna á sínu sviði: Sögu Mið- og Austur-Evrópu á 20. öld. Snyder hefur gefið út sex bækur um viðfangsefni sín, sem allar hafa verið verðlaunaðar og þýddar á fjölda tungumála. Nýjasta bók hans nefnist On Tyranny: Twenty Lessons From the Twentieth Century og er mikilvægt innlegg í heimmálaumræðu samtímans, þar sem vaxandi öfgar í stjórnmálum vekja mörgum ugg. Fræðigreinar Snyders og almenn skrif hafa birst í blöðum á borð við The New York Review of Books, Foreign Affairs, The Times Literary Supplement og The New York Times.

Morten Strøksnes er margverðlaunaður norskur rithöfundur, blaðamaður, ljósmyndari og hugmyndasagnfræðingur. Hann vakti heimsathygli fyrir Hafbókina, listin að veiða risaháfisk á gúmmíbát fyrir opnu hafi árið um kring. En hún er frásögn af hákarlaveiðum tveggja vina úti fyrir lítilli eyju í Lófóten í Noregi. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Höllu Kjartansdóttir hjá Bjarti 2016. Árið 2006 kom út bókin Hvað er á seyði í Norður-Noregi? (Hva skjer i Nord-Norge?), þar sem ferðast er um nyrstu fylki Noregs og spurningum um sögu, náttúrufar, mannlíf og sögu svæðisins velt upp. Árið 2010 gaf Strøksnes út bókina Morð í Kongó (Et mord i Kongo), um réttarhöldin yfir tveimur norskum hermönnum sem sakaðir voru um manndráp og njósnir í Austur-Kongó 2009. En bæði verkin mætti flokka sem bókmenntalega blaðamennsku.  Rithöfundarnir eða The Authors er krikketlið frá Lundúnum, sem einvörðungu er skipað starfandi rithöfundum. Liðið var upphaflega stofnað 1891, og á sínum tíma iðkuðu höfundar á borð PG Wodehouse og Arthur Conan Doyle krikketlist sína með því. Um tíma státaði liðið einnig af sumum af sterkustu krikketleikurum Lundúnaborgar, en þrátt fyrir bæði íþrótta- og bókmenntalega yfirburði lognaðist starfsemi þess út af snemma á tuttugustu öld. Árið 2012 var liðið endurvakið undir stjórn Charlie Campbell og Nicholas Hogg, sem báðir hafa ritað bækur um þessa einstöku íþrótt – íþrótt sem á margan hátt endurspeglar bæði þjóðarsál og sögu breska samveldisins.

Meðal leikmanna sem von er á til Íslands eru rithöfundarnir Sebastian Faulks, William Fiennes og Tom Holland. Á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017 gefst gestum færi á að láta liðsmenn Rithöfundanna leiða sig inn í æðstu helgidóma krikketsins á sérstakri krikketkynningu, sem að sjálfsögðu verður haldin utandyra.