Boð á Vestnorrænt menningarkvöld


19:30 - 21:00

Boð til íbúa í Reykjavík
Menningarkvöld Vestnorræna ráðsins föstudagskvöldið 1. september kl. 19:30 – 21:00 í Norræna húsinu.

Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands, fer fram í þingsal Alþingis dagana 31. ágúst og 1. september. Af því tilefni stendur Vestnorræna ráðið fyrir vestnorrænu menningarkvöldi í Norræna húsinu, þar sem Reykvíkingum og nærsveitungum stendur til boða að kynnast betur nágrannalöndunum Færeyjum og Grænlandi. Boðið verður upp á tónlistaratriði, vestnorrænan mat og kynningu á nágrannalöndunum.

Allir hjartanlega velkomnir!