AUKRA – Tónleikar – Frítt inn


20:00

AUKRA er sjónlistar-teymi og raf-dúó frá Svíþjóð / Noregi. AUKRA hefur haldið tónleika víða um Evrópu síðan 2011 og hefur á þeim tíma náð að vekja mikla athygli fyrir frumleika og fagmennsku.

Bandið samanstendur af söngkonunni og gjörningslistamanninum Amanda Varhaugvik og tónskáldinu Marius Varhaugvik, sem jafnframt er bróðir söngkonunnar. Hljómsveitin staðsetur sig mitt á milli spuna og tónlistar með hápólitísku ívafi. Systkinin koma fram í nýjum heimasaumuðum búningum hvert skiptið sem þau koma fram sem gefur áhorfandanum einstaka sjónræna upplifun.

Á tónleikunum í Norræna húsinu ætla þau að frumsýna nýtt tónlistarmyndband við lagið Singel White Cube.

AUKRA hafa komið fram í m.a Bergen Konsthall, Clandenstino Festival, Osló Pride Festival, Pstereo Festival og Art Space Helsinki.