Stofnfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum


14:00

Stofnfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Boðað er til fundarins síðasta vetrardag, 20. apríl, kl. 14 í Norræna húsinu.

Á sumardaginn fyrsta verða liðin 45 ár frá því að fyrstu handritin komu heim eftir áratuga langar samningaviðræður á milli Dana og Íslendinga.

Af því tilefni verður haldinn stofnfundur nýs vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Þar verður stofnskrá félagsins lögð fram til samþykktar og kosið í stjórn.

Einnig verður opnuð heimasíða vinafélagsins þar sem fólki gefst kostur á að skrá sig í félagið, styrkja félagið eða fræðast um verkefni sem félagið tekur sér á hendur.

Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir þá grein fyrir ástandi hins merka handrits Flateyjarbókar.

Bókin sú, ásamt konungsbók Eddukvæða, voru fyrstu handritin sem komu til Íslands með Vædderen á sólríkum degi á meðan hálf þjóðin fylgdist með af hafnarbakkanum og í beinni útsendingu Sjónvarpsins.