ARCTIC WAVES


19:00-23:00
Salur

Vertu með á Arctic Waves: tónlistarhátíð norðurslóða!

Við fögnum tónlist norðurslóða í Norræna húsinu í Reykjavík á Iceland Airwaves 2023. Tónlistarmenn frá Grænlandi, Kanada og Sápmi munu koma saman og bjóða upp á einstakt tækifæri til að kanna grípandi heim tónlistar norðurslóða á Arctic Waves.

Við erum spennt að kynna nokkra af bestu tónlistarmönnum norðurslóða í þessari tónleikaröð í Norræna húsinu þar sem við munum njóta frábærrar tónlistar saman í þrjá daga. Arctic Waves er ekki bara tónleikaröð; þetta er menningarhátíð og vettvangur til að efla tónlistartengsl þvert á landamæri.

Við kynnum listamennina:

Grænland: Andachan, NUIJA, Sound of the Damned, and Tarrak

Kanada: Elisapie, Silla, and The Trade Offs

Sápmi: Emil Kárlsen, Katarina Barruk, and Niilas

Árið 2023 fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og sem hluti af menningarstarfi okkar kynnum við með stolti Arctic Waves á Iceland Airwaves 2023. Við erum stolt af því að eiga samstarf við Arctic Sounds tónlistarhátíðina frá Sisimiut á Grænlandi, Alianait listahátíðina í Iqaluit, Nunavut, Kanada, og samísku hátíðina: Riddu Riđđu Festivàla. Við erum líka þakklát fyrir stuðninginn frá ÚTÓN, Business Iceland, Musikkontoret Nord, Norræna húsinu í Reykjavík og Iceland Airwaves.

Arctic Waves er tækifæri til að sökkva sér niður í heim tónlistar, menningar og innblásturs. Vertu með í þessari norðurslóðaupplifun á Iceland Airwaves 2023! Lestu meira um verkefnið hérna.

Miðaverð fyrir hvert kvöld er 2000 kr og armbandshafar Iceland Airwaves fá frítt inn.

DAGUR 1. – SJÁ DAGSKRÁ OG KAUPA MIÐA. 

DAGUR 2. – SJÁ DAGSKRÁ OG KAUPA MIÐA.

DAGUR 3. – SJÁ DAGSKRÁ OG KAUPA MIÐA.

Aðgengi: Aðgengi í Elissu sal er mjög gott og á sömu hæð eru aðgengileg salerni. Öll salerni í húsinu eru kynhlutlaus.