Sársauki Norðurslóða! – Vestnorræni dagurinn 2022


Salur
Aðgangur ókeypis

Sársauki Norðurslóða!
Vestnorræni dagurinn 2022

WATCH LIVESTREAM / HORFA Á BEINT STREYMI

Í tilefni af Vestnorræna deginum 2022 höfum við boðið rithöfundinum Jessie Kleemann til landsins og tekur hún þátt í dagskránni síðdegis. Vegleg dagskrá verður í boði og hefst dagurinn með með opinni málstofu í Veröld (Háskóla Íslands) þar sem vísindamenn og stjórnmálamenn vilja miðla innsýn í öryggismál, samvinnu og rannsóknir á norðurslóðum. Dagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Sjá dagskrá Vestnorræna dagsins hér.

Klukkan 17:15 hefst dagskrá í Norræna Húsinu með Jessie Kleeman, stjórnandi er Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 
Eftir dagskrána verður boðið uppá léttar veitingar.

Arkhticós Dolorôs
Ljóðasafnið Arkhticós Dolorôs (2021) fjallar um sársauka norðurslóða, upplifun nýlendunnar Grænlands og sérstaka geopólitíska stöðu landsins og hlýnun jarðar. Þetta eru eru vissulega harðneskjuleg þemu, en léttur og stríðnislegur húmor bólar líka upp inn á milli bráðnandi klakans í textanum.

Í ljóðasafninu eru aðallega tekin saman þau efni sem Kleemann hefur fengist við síðasta aldarfjórðunginn: misnotkun nútímamannsins á náttúrunni, horfna menningu frumþjóðanna og baráttu afkomenda grænlenskra inúíta við að finna sér nýja sjálfsmynd í nútímalegri, hnattvæddri nútíð.

Jessie Kleemann var meðal þeirra fyrstu til að endurtúlka goðsögnina um Móðurhafið sem nútímatákn mengunar og umhverfisslysa. Í Arkhticós Dolorôs er táknið tvöfaldað í formi „kaldrar skepnu“, ísinn og jöklarnir inua, sál eða skepna, en sársauki hennar skilar sér grimmilega aftur til mannfólksins. Kleemann lítur þannig á reynslu frumbyggja af grundvallarháð mannanna af náttúrunni, sem þeir sjálfir eru hluti af – túlkaðir í síðnódernískri, hnattvæddri nútíð. Þess vegna ná textar hennar til svo margra og hafa mikla norræna og alþjóðlega möguleika.

Jessie Kleemann fæddist árið 1959 í Upernavik á Norður-Grænlandi. Arkhticós Dolorôs er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.