Arctic Concerts- Kolbeinn Jón Ketilsson & Ástríður Alda Sigurðardóttir


20:30

Kaupa miða 

Arctic Concerts er ný tónleikaröð í Norræna húsinu

Á fimmtudögum kl 20:30 í allt sumar

Arctic Concerts í Norrænahúsinu halda áfram þann 9. júní en þá munu Kolbeinn Jón Ketilsson tenórsöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, flytja nokkrar af perlum íslenskra sönglaga í bland við Norska og norræna tónlist.

Kolbeinn Jón Ketilsson lauk burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum og síðar frá Tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hefur síðan sungið mörg veigamestu tenórhlutverk óperubókmenntanna, við lofsamlegar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda.

Píanóleikari á Arctic Concerts þann 9. júní er Ástríður Alda Sigurðardóttir en hún hefur verið áberandi í Íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum, leikið með fjölda söngvara og oft komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleirum. Ástríður Alda er meðlimur Electra kammerhópsins, hefur gefið út hljóðritanir og vakið óskipta athygli fyrir píanóleik sinn.

 

Arctic Concerts tónleikaröðin er ætluð áhugasömum ferðamönnum, ekki síður en íslenskum  tónlistarunnendum sem vilja kynnast íslenskri og norrænni  tónlist og flytjendum hennar, í einstakri nánd og vinalegu umhverfi.

 Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Undir merki Arctic Concerts falla allir stílar og tónlistarstefnur;  klassík, jazz,  þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.

Tónleikar Arctic Concerts eru um klukkutíma langir og er efnisskrá og framsetning alfarið í höndum flytjenda hverju sinni. Flytjendur verða tilkynntir vikulega,  fylgist með!

Kvöldverður og tónleikar

Aalto Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikana.  Aalto Bistro er opið á fimmtudögum til kl. 21.30. bóka borð

Það er von okkar sem stöndum að Arctic Concerts að röðin verði kærkomin viðbót við menningarflóru landsins, gluggi inn í litríkan tónlistarheim norðursins.

Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræana húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.