15.15 – Á ferð


15:15

15:15 tónleikasyrpan í Norræna húsinu

17. september kl. 15:15
Á ferð

Efnisskrá:
C. Ph. E. Bach: Hamborgarsónatan
Bára Gísladóttir: Skökk stjarna
Snorri Sigfús Birgisson: Þrjú lög að austan
César Franck: Sónata í A dúr
Flytjendur: Björg Brjánsdóttir, flauta og
Jane Ade Sutarjo, píanó

Björg og Jane stunduðu nám samtímis við Tónlistarháskóla Noregs og sóttu þar marga einkatíma og hóptíma sem dúó. Þær eru báðar fluttar heim og halda áfram samspilinu hér á landi.

Jane Ade Sutarjo fæddist í Jakarta í Indónesíu árið 1989. Hún hóf tónlistarnám ung að aldri, fyrst á píanó og síðar á fiðlu. Píanónámið hóf hún hjá móður sinni, Marthalenu Sugito en hlaut siðan kennslu hjá Vanda Tiodang og Fabiola Chianiago. Jane flutti til Íslands haustið 2008 og hóf nám við Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté.
Siðan Jane kom til Íslands hefur hún verið virkur þáttakandi í íslensku tónlistarlifi. Hún hefur komið víða fram bæði í kammertónlist og sem einleikari. Hún lék einleik með Sinfóniuhljómsveit Íslands árið 2014 og hélt debut tónleika sína árið 2014 í Salnum í Kópavogi. Hún hlaut Minningarverðlaun Halldórs Hansen árið 2012 og vann 1. sæti í 5. EPTA píanókeppninni á Íslandi árið 2012. Eftir að hún útskrifaðist frá LHÍ hefur hún kennt á píanó við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskólann í Grafarvogi, og auk þess að starfa sem meðleikari.
Jane lýkur mastersnámi sínu nú í sumar við Tónlistarháskóla Noregs þar sem kennarar hennar hafa verið Jens Harald Bratlie, Kathryn Stott og Liv Glaser.

Björg Brjánsdóttir lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2012 undir handleiðslu Hallfríðar Ólafsdóttur og Magneu Árnadóttur. Þaðan lá leiðin til Oslóar þar sem hún útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs í Osló vorið 2017. Aðalkennarar hennar voru Andrew Cunningham og Per Flemström. Hún stundaði einnig nám við Tónlistarháskólann í München í eitt ár þar sem kennarar hennar voru Stephanie Hamburger og Natalie Schwaabe. Björg kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2014 ásamt því að vera aukamaður þar síðan vorið 2016. Hún spilar reglulega með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum hérlendis og erlendis samhliða kennslu og spunatónlist.

Miðaverð er kr. 2000 en kr. 1000 fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur
Miðasala er á Tix.is og við innganginn.