Höfundakvöld

Norræna húsið hefur haslað sér völl sem mikilvægur vettvangur bókmennta í Reykjavík og hefur frá 2015 staðið fyrir höfundakvöldum á haust- og vormánuðum þar sem spennandi og vinsælir norrænir rithöfundar eru gestir okkar. Við leggjum áherslu á að bjóða til okkar fjölbreyttum hópi höfunda sem vakið hafa athygli og eftirtekt, til að ræða bækur sínar og ritstörf.

Á höfundakvöldum eru ýmist einn eða fleiri höfundar og er samræðunum stjórnað af sérfræðingum á sviði bókmennta og fara ætíð fram á einhverju norrænu tungumálanna. Að spjalli loknu geta gestir í sal svo lagt fram spurningar. Höfundakvöldin eru send út í streymi og þannig hægt að fylgjast með að heiman eða endurupplifa góða kvöldstund.

Dagskrá vor 2021

Vorið 2021 er fokus okkar á félagslegri sjálfbærni og ‘TRUFLANIR’ í febrúar. 
Öllum höfundakvöldum okkar er streymt beint, og upptökur eru aðgengilegar hér.

Að auki höfum við stofnað norrænan leshring sem þú getur fengið frekari upplýsingar um hér: bibliotek@nordichouse.is.

11. febrúar

Andri Snær Magnason (IS) og Sigríður Hagalín Björnsdóttir (IS)

11. mars

Niviaq Korneliussen (GL) og Auður Ava Ólafsdóttir (IS)

6. maí

Monika Fagerholm (FI-SE)

Streymi

Höfundakvöldum Norræna hússins er streymt í beinni útsendingu á síðu viðburðar. Eldri upptökur eru aðgengilegar á Norræna húss stöðinni.

Síðan 2015 höfum við fengið til okkar á höfundakvöld í Norræna húsinu í Reykjavík

Jens Andersen (DK), Einar Már Guðmundsson (IS – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1995), Camilla Plum (DK), Rawdna Carita Eira (NO-SAM), Kristina Sandberg (SE), Gaute Heivoll (NO), Åsne Seierstad (NO), Susanna Alakoski (SE), Viveca Sten (SE), Carsten Jensen (DK), Athena Farrokhzad (SE), Eríkur Örn Norðahl (IS), John Ajvide Lindqvist (SE), Katarina Frostenson (SE – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016), Dorthe Nors (DK), Lars Mytting (NO), Kjell Westö (FINSE – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014), Kim Leine (DK – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013), Sørine Steenholdt (GR), Geir Guliksen (NO), Tom Buk-Swienty (DK), Vigdis Hjorth (NO), Sissal Kampmann (FÆR), Kirsten Thorup (DK – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017), Merete Pryds Helle (DK), Josefine Klougart (DK), Erik Skyum-Nielsen (DK), Hanne-Vibeke Holst (DK), Kristín Steinsdóttir (IS), Sara Stridsberg (SE – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2007), Auður Ava Ólafsdóttir (IS – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018), Rosa Liksom (FI), Johannes Anyuru (SE),  Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Haukur Ingvarsson og Jón Örn Loðmfjörð (IS), Pivinnguaq Mørch (GR), Pia Tafdrup (DK – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999), Tore Kvæven (NO), Thomas Espedal (NO), Turið Sigurðardóttir (FÆR)  og Theis Ørntoft (DK), Gunnar D. Hansson (SV), Jonas Eika (DK – sigurvegara bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019) og Isold Uggadóttir (IS), Hanne Højgaard Viemose (DK) og Kristín Eiríksdóttir (IS), Kristín Ómarsdottír (IS), John Swedenmark (SE), Andri Snær Magnason (IS), Sigríður Hagalín (IS), Niviaq Korneliussen (GRO), Monika Fagerholm (FI -Vinningshafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020)

Fyrirspurnir berist sofie(at)nordichous.is