Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

Höfundakvöld


19:30
Aðgangur ókeypis

Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir munu ræða saman um höfundarverk sín og varpa ljósi á sameiginleg áhugasvið þeirra í bókmenntum. Nýjasta bók Niviaq, Blomsterdalen eða Blómsturdalurinn, tekur á málefnum á borð við sjálfsmorð, kynlíf og sambönd. Fyrsta reynsla hennar af sjálfsmorði var þegar hún var 13 ára. Hún mun vera grafin milli hárra fjalla í Tasiilaq, þar sem nafnlausar grafir í kirkjugarði Blómsturdalsins eru þakin bláum, rauðum og bleikum plastblómum eins og sést á kápu bókarinnar. 

Fjallað er um samfélagið í kringum „sjálfsmorðsmenningu“ Grænlands á dýpri og einlægari máta en áður. 

Blómsturdalurinn fjallar á beinskeittan og húmorslegan hátt um ást, vináttu, sorg – og hvernig það er að hafa rangt fyrir sér í samfélagi það sem enginn ræðir dauðann. 

Verðlaunabók Auðar Övu Ólafsdóttur (fædd 1958), Ör, fjallar einnig um sjálfsmorð en þó með ólíkri nálgun. Þar koma fyrir þjáningar „manns“ í sambandi sínu við heiminn. Auður Ava Ólafsdóttir er rótgróinn íslenskur rithöfundur og listfræðingur sem hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín undanfarin ár og kom síðasta bók hennar, Dýralíf, út á á liðnu ári. Skáldsagan hennar Ör vann bókenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 og ári síðar vann franska þýðingin á bókinni hennar Ungfrú Ísland, Prix Médicis étranger verðlaunin. 

Niviaq Korneliussen (fædd 1990) er grænlenskur rithöfundur sem er þekkt fyrir skrif sýn á brautryðjandi skáldsögum. Nýasta verk hennar, Blómadalurinn, kom út árið 2020. Fyrsta bók hennar, Homo sapienne, kom út árið 2014 og lýsir lífi LGBTQ+ fólks í Grænlandi og var bókin tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Niviaq Korneliussen er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir BLOMSTERDALEN.

Umsjónarmaður er Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnistjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

VIðburðurinn byrjar kl. 19:30 í sal Norræna Hússins.
Notast verður við ensku og dönsku.
Viðburðinum verður streymt beint.

MATR er opinn kl 18:00-21:00.

Hægt er að nálgast miða á TIX:

https://tix.is/is/event/11039/hofundakvold-niviaq-korneliussen-og-au-ur-ava-olafsdottir/