Fastir liðir

Bókasafnið mælir með

Þegar ástandið í kringum okkur er eins og það er þessa dagana er fátt betra en að gleyma sér í góðri bók. Á bókasafni Norræna hússins má finna bækur á norðurlandamálunum, tímarit og myndefni sem fjalla um allt milli himins og jarðar. Þegar af mörgu er að taka getur verið erfitt að velja og ákveða hvar sé best að byrja. Starfsfólk bókasafnsins kemur hér með uppástungur og hugmyndir að nýlegu og áhugaverðu lesefni. Kannski finnur þú hér nýja uppáhaldsbók, skáldsögu, ævisögu eða krassandi krimma.

Bókasafn

Pikknikk tónleikar í gróðurhúsi Norræna hússins

Pikknikk Tónleikar

Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á grasinu í kring og njóta léttra veitinga þar sem tónlistin sameinast náttúrunni í eina fallega heild.

Börn og ungmenni

Norræna húsið hefur lagt metnað sinn í að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börn á bóksafninu en þar er að finna litríkt úrval af bókum fyrir börn og unglinga. Norræna húsið hefur sömuleiðis lagt áherslu á að bjóða upp á gæðaviðburði fyrir börn allt árið um kring. Dæmi um viðburði eru Sáum sjáum og smökkum, Airwaves barnanna, sögustundir og sýningarnar Eggið og Barnabókaflóðið.

Höfundakvöld

Norræna húsið hefur haslað sér völl sem mikilvægur vettvangur bókmennta í Reykjavík og hefur frá 2015 staðið fyrir höfundakvöldum á haust- og vormánuðum þar sem spennandi og vinsælir norrænir rithöfundar eru gestir okkar. Við leggjum áherslu á að bjóða til okkar fjölbreyttum hópi höfunda sem vakið hafa athygli og eftirtekt, til að ræða bækur sínar og ritstörf.

Auður Norðursins

Norræni menningarþátturinn sem enginn er að bíða eftir

Auður & Arnbjörg kryfja málefni líðandi stundar og liðinna alda í séríslensku samnorrænu alheimssamhengi ásamt vel völdum misgóðum gestum. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Leshringur Norræna hússins

Leshringur Norræna hússins hittist í fallegasta bókasafni borgarinnar og ræðir norrænar bókmenntir. Bækurnar sem eru lesnar eru aðgengilegar í Bókasafni Norræna hússins þar sem hægt er að panta þær og fá afhentar með framvísun bókasafnskorts. Lesið er á skandinavísku og rætt saman á “blandinavísku.” Hist er í Bókasafninu og Norræna húsið býður upp á te og kaffi.

Þáttaka í leshringnum er endurgjaldslaus en skráning er nauðsynleg.