Síðan er flutt og verða uppfærslur birtar hér.
Bókasafnið mælir með
Þegar ástandið í kringum okkur er eins og það er þessa dagana er fátt betra en að gleyma sér í góðri bók. Á bókasafni Norræna hússins má finna bækur á norðurlandamálunum, tímarit og myndefni sem fjalla um allt milli himins og jarðar. Þegar af mörgu er að taka getur verið erfitt að velja og ákveða hvar sé best að byrja. Starfsfólk bókasafnsins kemur hér með uppástungur og hugmyndir að nýlegu og áhugaverðu lesefni. Kannski finnur þú hér nýja uppáhaldsbók, skáldsögu, ævisögu eða krassandi krimma.
BOB
Skáldsaga (dönsk)
Helle Helle: Bob, 2021
Velkomin til baka í frásagnarheim Helle Helle þar sem höfundur kemst beint að efninu með knöppum og einföldum ritstíl þar sem lesandanum er ætlað að ímynda sér það sem á vantar. Sögupersónan úr síðustu bók Helle De (2018) er hér sögumaður og leiðir okkur hér, af umhyggjusemi og ástúð, inn í daglegt líf kærastans síns Bob séð með hans augum. Bob og sögumaður, sem er sjaldan nefnd, flytja 1985 inn í litla íbúð í Vanløse. Fjárhagurinn er ekki góður og Bob tekst að fá vinnu sem móttökuritari á hóteli Nyhavn. Bob er mikill áhugamaður um götuheiti og þvælist um borgina og daglegu lífi hans er lýst sem algerlega óskipulögðu þar sem hann hefur í raun ekki hugmynd um hvers hann ætlast til af lífinu. Á ferðum sínum um borgina hittir hann marga og á í tilviljanakenndum og misáhugaverðum samræðum sem gera bókina afar áhugaverða þar sem hún sýnir líf ungs manns sem verður sífellt óöruggari. “… [hugmynd] kom honum fram úr rúminu og að ísskápnum. Hann þurfti ekki á neinu að halda. Stóð bara þarna og góndi” og “Hann hafði þjálfað með sér aðferð við að nota heilan dag til að þrífa, einn fermeter í einu“.
Við mælum með að lesa Bob og njóta skemmtilegs ritstíls þar sem lesandinn hrífst með einföldum lífsmáta á níunda áratug síðustu aldar.
Løbeklubben i Saudi
Novel (danska)
Lotte Garbers: Løbeklubben i Saudi, 2020
Aðalpersóna bókarinnar, Maiken, færir okkur inn í líf kvenna í Sádi-Arabíu, líf gerólíkt því sem við þekkjum í einu íhaldsamasta landi veraldar, þar sem réttindi kvenna eru næstum engin og einræði karla og auður stjórna landinu þar sem höfundurinn hefur sjálf búið. Maiken sem er mannfræðingur ferðast til höfuðborgarinnar á vegum alþjóðlegs lyfjafyrirtækis og er hlutverk hennar að fylgjast með matarvenjum kvenkyns sjúklinga.
Fljótlega gengur hún til liðs við hlaupahóp ríkra nútímakvenna þar sem hún veltir fyrir sér hvernig best skuli vera að lifa lífinu í svo ólíkum menninarheimi. Ein kvennanna heillar Maiken sérstaklega og fær hana til að líta í eigin barm og endurmeta sjálfa sig. Maiken skildi eftir marga lausa enda í Danmörku og hún segir ósatt um hvernig hún hætti í síðasta starfi sínu, um fyrrum kærasta sinn sem hún skuldar peninga og föður sem sífellt hrærir upp í slæmri samvisku hennar. Í bókinni fær lesandinn innsýn inn í líf kvenna í konungsríki í Mið-Austurlöndum og margt nýtt og forvitnilegt kemur á óvart.
Í jaðri norðursins
Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum áherslum í norrænum bókmenntum. Í þessu myndbandi er þemað “Jaðar norðursins”.
Það er ekki hlaupið að því að skilgreina jaðar norðursins. Í öllum löndum má finna fámennar byggðir sem vekja áhuga og eftirtekt. Þessi smáu samfélög eru grandskoðuð í bókmenntum og lýst af bæði næmni og kærleika sem samfélögum þar sem pláss er fyrir alla.
Við mælum sérstaklega með þremur bókum sem taka fyrir fámenn byggðarlög í útjaðri norðursins: Jag for ner till bror eftir Karin Smirnoff (SE), Naasuliar Darpi (Blomsterdalen) eftir Niviaq Korneliussen (GR) og Juolgevuođđu (Såle) eftir Niillas Holmberg (FI).
Vi, de druknede – Carsten Jensen, Hvis det skulle komme et menneske forbi – Thomas Korsgaard, På Bornholm må man græde overalt – Martha Flyvholm Tode, Populärmusik från Vittula – Mikael Niemi, Og sådan blev det – Maren Uthaug, När vändkrets läggs mot vändkrets – Mikaela Nyman, Hvitt Hav – Roy Jacobsen, Ø – Siri Ranva Hjelm Jacobsen, De Osynliga – Roy Jacobsen.
Mæður í norrænum bókmenntum
Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum útgangspunktum í norrænum bókmenntum í dag. Efni þessa myndbands er “Mæður í norrænum bókmenntum.” Foreldrahlutverkið og þá sérstaklega móðurhlutverið, hefur verið endurskoðað og horft á það frá nýju og athyglisverðu sjónarhorni. Við mælum með þremur nýlegum skáldsögum þar sem móðurhlutverkinu er snúið á hvolf og skyggnst er á bak við fullkomna ímynd móðurinnar. Bækurnar sem við mælum með eru Voksne mennesker eftir Marie Aubert, Den vita staden eftir Karoline Ramqvist og Mit arbejde eftir Olga Ravn.
Vertu vakandi fyrir fleiri myndböndum um ný og spennandi sjónarhorn í norrænum bókmenntum. Hefur þú áhuga á að lesa meira um foreldrahlutverkið í norrænum bókmenntum?
Við mælum með: HHV, FRSHWN – Hanne Højgaard Viemose, Vinterbørn – Dea Trier Mørch, Nei og Atter Nei – Nina Lykke, Mit Barn – Cecilie Lind, Til min søster – Dy Plambeck, Et Dukkehjem – Henrik Ibsen, Menn i min situasjon – Per Petterson, Alt hvad du ejer – Caspar Eric. Ihmettä Kaikki – Juha Itkonen.
BLOMSTERDALEN
KOKA BJÖRN
Skáldsaga (sænska og færeyska)
Mikael Niemi: Koka björn, 2017
Sumarið 1852 í þorpinu Kengis nyrst í Svíþjóð. Samapilturinn Jussi er alinn upp af prestinum í þorpinu sem er vel að sér um náttúruna og hefur miðlað drengnum af visku sinni. Smalastúlka finnst myrt og meðan flestir eru sammála um að björn hafi grandað henni eru presturinn og Jussi á öðru máli. Þegar fleiri deyja á dularfullan hátt rannsaka þeir málin sem verða æ flóknari og á endanum er Jussi sjálfur ákærður fyrir morðin. Fyrir utan glæpina sem sagan snýst um er þetta líka saga um um baráttu prestsins við fáfræði og spillingu og hlutskipti samana á þessum tíma en eitt af verkefnum prestsins er að kristna þá. Og svo er þetta líka ofurlítil ástarsaga þar sem Jussi er skotin í yndinu sínu henni Maríu. Persóna prestsins er byggð á sögu prestsins Lars Levi Læstadius en höfundurinn Mikael Niemi óx upp skammt frá gamla prestsetrinu í Pajala þar sem Læstadius bjó ásamt fjölskyldu sinni.
TOUR DE CHAMBRE
Roman (dansk)
Tine Høeg: Tour de chambre, 2020
Forfatteren bruger heller ikke i denne roman megen tegnsætning men lader linjeskift og korte sætninger stå som billeder på tanker og samtaler om livet set gennem den unge forfatterspire Asta som bor på kollegie og dater håbløse fyre mens hun er modstræbende fascineret af og hemmeligt forelsket i sin bedste venindes kæreste August – for det kan man da ikke vel? Og hvad sker der ti år senere da vennerne fra kollegietiden inviteres til en mindehøjtidelighed for August som døde alt for tidligt af en medfødt hjertefejl? Om ungdom forelskelse venskab ensomhed og sorg på tour de chambre i hjertets kamre uden for mange kommaer – for hvad skal vi også med dem når vi har return tasten…
GENNEM GLASVÆGGEN
Skáldsaga (danska)
Henning Jensen: Gennem glasvæggen, 2020
Hinn þekkti og margverðalaunaði leikari segir lesandanum á opin og heiðarlegan hátt frá erfiðleikum sem breyttu lífi hans. Þrjátíu og sex ára gamall á framabraut og störfum hlaðinn, stígur hann í gegnum glerveginn sem skilur að hinn raunverulega heim og hyldýpi hugans. Á hraðri niðurleið í heljargreipum kvíða og þunglyndis og á mörkum þess að taka eigið líf eigrar hann á milli sérfræðinga þar til hann kemst í kynni við geðlyf sem bjarga lífi hans og hann snýr til baka gegnum glervegginn.
Frásögnin er skrifuð á undur fallegu máli og dramatískar lýsingar á ölduróti hugans þegar veröldin virðist einungis stefna niður á við og geðveikin lokar á allt. Lesandinn fær innsýn í danskt leikhús þar sem einelti meðal fullorðinna brýtur niður allt sjálfsálit einstaklinga, jafnvel hinna kokhraustustu. Sjálfhverfir meðferðarfulltrúar sem reyna sitt besta fá ekki háa einkun á sama tíma og traustir vinir, reyndir sálfræðingar og sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum fá ævarandi þakkir frá höfundi sem ennþá, mörgum árum seinna, gerir sér grein fyrir að dauðinn bíði handan kvíða og allsumlykjandi þynglyndis.
METER I SEKUNDET
Skáldsaga (danska)
Stine Pilgaard: Meter i sekundet, 2020
Skemmtileg saga um unga nýbakaða móður. Hún býr í litlum bæ á Jótlandi þar sem kærastinn er kennari í menntaskóla og umhverfið, siðir og venjur samfélagsins eru ólíkir því sem hún á að venjast. Sem stórborgarstúlku finnst henni að hún sé bæði ósýnileg bæjarbúum og litin hornauga. Á sama tíma gerir hún mannfræðilega athugun á samborgurum sínum og um leið situr hún um hinn vel kunna kvikmyndaframleiðanda Anders Agger. Hún vinnur hlutastörf og svarar spurningum í tímariti á hrokafullan og spaugsaman hátt. Svörin byggir hún á sinni eigin sjálfhverfu og heimspekilegu reynslu á sama tíma og hún segir frá lífi sínu og samskiptum við íbúa í þorpinu á vestur Jótlandi.
INDTIL VANVID, INDTIL DØDEN
Skáldsaga (danska)
Kirsten Thorup: Indtil vanvid, indtil døden, 2020
Átakanleg saga um brjálæði mannsins og líf og dauða á tímum skelfingar og ofstækis. Hin danska Harriet er ekkja eftir að maðurinn hennar, sem var yfirmaður í þýska flughernum, er skotinn niður yfir austur vígstöðvunum 1942. Í örvæntingarfullri leit að leið út úr sorginni skilur hún tvö ung börn sín eftir í Danmörku og ferðast til Munchen. Þar fær hún inni í nokkra mánuði hjá dönsk / þýskum hjónum. Húsbóndinn er yfirmaður í Luftwaffe og því eru gestgjafarnir hluti af yfirstétt þýska nasistaflokksins. Eftir því sem líður á söguna verður Harriet vitni að hroðalegum örlögum fólks undir skelfilegri pressu öfga ofstækis og illsku. Harriet reynir hvað hún getur að bjarga sér og öðrum en má sín lítils gegn áróðursmaskínu Göbbels og flýr aftur heim til Danmerkur. Sagan nær tökum á lesandanum og skilaboðin um illsku og róttæk stjórnarform eru ætíð góð lesning og áminning.
TABITA
Roman (dansk)
Iben Mondrup: Tabita, 2020
Hin fimm ára gamla Tabita og litli bróðir hennar eru rifin upp með rótum og ættleidd af kaupsýslumanninum Bertel og eiginkonu hans þegar hjónin, flytja til baka til Danmerkur eftir nokkurra ára búseta á Grænlandi. Litla grænlenska stúlkan saknar heimahagana sárt og finnur aðeins huggun í litla bróður sínum og dúkkunni sinni sem er hennar sálufélagi. Á meðan hriktir í hjónabandi dönsku foreldranna og litli bróðirinn hverfur skyndilega. Frásögnin af litlu stúlkuna sem reynir að vera önnur en hún er löng og áhrifarík. Grænlensk menning og náttúra spilar stóran þátt í frásögninni en um leið er gengið út frá að dönsk menning sé ríkjandi. Bókin veitir innsýn í fortíðina, tengsl barna og fullorðinna, tengsl Grænlands og Danmerkur og nýstandi kærleik, svik, leyndarmál og vanmátt
AGATHE
Roman (dansk)
Anne Cathrine Bomann: Agathe, 2019
En aldrende, livstræt og uengageret psykiater længes og tæller ned til sin pension, mens han brummer velafprøvede kommentarer til sine patienter på den terapeutiske divan. Den udbrændte psykiater er ved at falde, da han vågner op af sin angst for ikke at kunne gøre en forskel og helbrede især et ganske enestående menneske, i hvem han ser sig selv. Når man efter et langt liv, hvor man har forsøgt at undgå, alligevel får brug for at betyde noget for andre, og man får en uendelig lyst til at række ud og nærme sig en anden – og dermed sig selv?
Læs bogen, hvis du interesserer dig for det psykologiske samspil i mødet mellem mennesker og i denne fantastiske og fine, lille psykologiske fortælling søger inspiration i livets store spørgsmål, når vi ser og spejler os i hinanden.
TIL MIN SØSTER
Roman (dansk)
Dy Plambeck: Til min søster, 2019
En roman om at være kvinde og blive set og forstået – eller ikke. Historikeren Aya forlades af sin kortvarige kæreste og føder sin datter, mens hun researcher på en kendt afdød forfatters ungdomskæreste og forsøger at se og forstå hendes rolle for hans forfatterskab og den kærlighedsforbindelse, som var eller ikke var. Aya forsøger også at se og forstå sin infertile søster, frisøren Andrea, der efter længere tids mishandling endelig flytter fra sin voldelige kæreste. Aya nærmer sig igen sin søster på en arbejdsrejse til Sverige med et jagtgevær i bagagerummet. Søstrene var meget tætte i teenageårene, hvor de i provinsen udforskede seksualiteten og retten til at være kvinde, og nu forsøger de igen at nærme sig hinanden i lyset af Ayas blodtørstig hævnlyst mod den voldelige ekskæreste og forståelsen af sig selv og retten til finde sin plads i verden.
Billeder fra Berlinske og SAXO
HHV, FRSHWN - Dødsknaldet i Amazonas
Roman (dansk)
Hanne Højgaard Viemose: HHV, FRSHWN Dødsknaldet i Amazonas, 2019
Brotakennd og villt skáldsaga um lífsreynslu og þankagang hinnar dönsku Hönnu í Danmörku, Amazon og á Íslandi. Um líf hennar með, á stundum andlega veikum fyrrum eiginmanni, uppátækjasömum börnum þeirra, um sára upplifun á ástinni á unglingsárunum á Norður Jótlandi, um mannfræðinemann Anitu í frumskóginum, sambandið við giftan mann og um eltihrelli á meðan hún hjólar borgina þvera og endilanga milli leikskóla og bráðamóttöku geiðdeildar. Fram koma ákveðnar skoðanir á loftslagsmálum og kapítalisma og svo margt á sér stað í lífi Hönnu að hún sér sig knúna til að leita út í náttúruna og leita þar svara við spurningum sínum og finna hurgarró á meðan hún reynir að setja sér sjálfri mörk. Í skrifum Hönnu er bæði stígandi og orðaflaumur svo undirbúðu þig undir að sogast inn í líf hennar og dragðu reglulega andann djúpt bæði fyrir þig og hana.
Billede fra TV Nord
TYVERIER
Noveller (dansk)
Thomas Korsgaard: Tyverier, 2019
Fimmtán smásögur sem segja frá leyndarmálum, einsemd og von ólíkra einstaklinga. Sögurnar segja frá því þegar fortíðin kemur aftan að þér á pósthúsinu, flótta úr fjölskylduboði eftir að sannleikurinn kemur í ljós, að selja deyjandi manneskjum tryggingar og um von að nýársfagnaður verði ánægjulegur á meðan slegist er um síðasta laxaflakið í versluninni. Smásögur sagðar á knappan og lýsandi hátt og fjalla um þjófnað á hinu og þessu og leyndarmálum sem engin áttar sig á. Sögurnar eru tilvaldar til aflestrar í dönskunámi.
SORT IS
Roman (norsk, oversat til dansk)
Helene Uri: Sort is, 2019
Læs en fængslende fortælling om et indespærret ældre ægtepar – spærret inde, fordi vinterens kulde har gjort det farligt at gå ud på de spejlglatte fortove, men også spærret inde i et ægteskab, hvor et intenst og knugende drama luer lige under overfladen. Parret Ebba og Karl har ikke helt samme behov for at komme ud og købe mad og få frisk luft, men det viser sig også, at de langt fra ser ens på hinandens ambitioner og behov for udvikling gennem livet. Kærligheden og ægteskabet kan være kompromisets holdeplads, men hvilken pris har de evige smil og kærlige bemærkninger, der giver sig ud for alt andet end det? Hvem har retten til at definere det gode samliv, og hvornår er der tale om vold i hjemmet? Hvordan mærkes hævnens time, når uheldet er ude og man har brug for at lade den anden mærke sin smerte? En ulmende dialog skaber et stille men voldsomt drama, der rulles op over ganske få dage indespærret…
Billede fra goodreads og pinterest
MØRKELAND
Crime novel (Danish)
Niels Krause-Kjær: Mørkeland, 2019
Pólitísk spennusaga þar sem embættismaður er myrtur stuttu fyrir komandi Alþingiskosningar. Eldri blaðamaður, hokinn af reynslu og nýútskrifaður lærlingur, komast á slóð svika innan hóps stjórnmálamanna og opinberra embættismanna sem líta á sjálfa sig sem andspyrnuhreyfingu seinni heimsstyrjaldar. Sagan er sjálfstætt framhald fyrstu skáldsögu Krause-Kjær, Kongeblake (2000) sem gerð var bíómynd eftir. Höfundur þekkir vel til allra króka og kima stjórnmálanna og setur fram áhugaverðar skoðanir á þróun fjölmiðla, pólitískum populisma og stöðu Evrópu í dag. Persónur bókarinnar eru tilbúningur en við nánari athugun má greina sumar þeirra í stjórnmálum dagsins í dag.
Billede fra K – Danish Art Foundation.
EN LYKKELIG SLUTNING
Maren Uthag: En lykkelig slutning, 2019
Ættarsaga sjö kynslóða útfararstjóra þar sem hver einstaklingurinn er undarlegri en sá næsti. Nicholas laðast að hinum látnu en veit um leið að það er óásættanlegt bæði félagslega og menningarlega. Þegar hann skoðar ættarsögu sína kemst hann að mis undarlegri hegðun forfeðra sinna, gegnum fyrirtækið sem rekið er áfram af hjátrú og draugum, líknardrápum, heimsfaraldri, áráttu og þráhyggju, brennuvörgum, bálförum og fleiru skrýtnu og skemmtilegu. Bókin er ekki bara fjölskyldusaga heldur innsýn í sögu dauðans og hinum mörgu hliðum hans og hefðum. Nokkuð sem hægt er að læra af og hafa gaman af í heimsfaraldri dagsins í dag. Og skemmta sér um leið yfir sýn höfundar á sálrænar þrautir einstaklingsins.
Billede fra Bogmagasinet.
FRUEN
Erindringsroman (dansk)
Malene Lei Raben: Fruen, 2019
Hvernig verður líf manns þegar maður sem barn, í gegnum uppreisn æsku áttunda áratugarins, elskar móður sína skilyrðislaust en þú áttar þig svo á því sem ung kona, að þessi sama móðir er vandræðagripur, metnaðarfull og sjálfhverf og hatar augljóslega sína eigin dóttur. Og þegar þú þarft, sem fullorðin einstaklingur, að upplifa baktal móðurinnar og fá þín eigin börn upp á móti þér. Hvernig á að komast í gegnum veikindi móður, þegar þú ert öll af vilja gerð en móðirin kýs að vera í hlutverki fórnarlambs og sakar dóttur sína um að hafa alltaf brugðist sér. Þú spyrnir í botninn, sleikir sárin vitandi að þú hefur sýnt alla þá ást og umhyggju sem þú átt til þrátt fyrir að vera ætið misskilin. Bitur frásögn af krefjandi og áhrifaríku sambandi móður og dóttur.
Billede fra JP – Politikens Hus.
NORA
Roman (dansk)
Merete Pryds Helle: Nora, 2019
Sagan er ein af þremur endurgerðum á leikverkum Ibsen og hér er á ferðinni endurgerð á Dúkkuheimilinu. Hin unga og ástfangna Nora yfirgefur heimili sitt, giftist Torvald, eignast barn og gefur sig alfarið að síversnandi þunglyndi eiginmanns síns en á sama tíma íhugar hún framtíð sína og leit sína að þekkingu. En það er nú svo að halda uppi ímynd hamingjusams hjónabands krefst margra fórna af hálfu Nora sem finnst hún fangi í eigin veruleika. Hún leggur allt að veði og ferðast, með Torvald, í suðrið í leit að lækningu fyrir hann. Á sama tíma kynnist hún sterkum sjálfstæðum konum, sér eiginmann sinn í réttu ljósi og brýst úr viðjum vanans og undan þeim gildum sem áttu við um konur þess tíma. Lestu bókina og reyndu að gera þér í hugarlund hvernig það hefur verið fyrir Noru að safna upp hugrekki og yfirgefa heimili sitt, eiginmann og börn.
Billeder fra Alt.dk og fra Plusbog
VÅDESKUD
Krimiroman (dansk)
Katrine Engberg: Vådeskud, 2019
Þessi bók er sú fjórða í röðinni um rannsóknarlögreglumennina Jeppe Kørner og Annette Werner og hjálparhellu þeirra Esther De Laurenti sem er bókmenntafræðingur á eftirlaunum. Nýtt og dularfullt mál kemur upp í hendurnar á þeim þar sem unglingspiltur hverfur eftir að hafa skilið eftir undarlegt (kveðju) bréf. Hefur hann verið numinn á brott eða hefur hann tekið sitt eigið líf? Auðug fjölskylda piltsins lumar á mörgum leyndarmálum sem hindrar rannsókn málsins í Kaupmannahöfn samtímans, bæði á láði og á legi. Rannsóknarteymið okkar Kørner og Werner eru ólíkir einstaklingar og einkalíf þeirra þróast á ólíkan hátt gegnum bækurnar, Krokodillevogteren (2016), Blodmåne (2017) og Glasvinge (2018). Lesandinn er afvegaleiddur í gegnum lesturinn en á endanum er söguþráður og flétta höfundar einstaklega góð. Sérlega góðar sakamálasögur.
Billeder fra People’s Press og Goodreads
NORA eller BRÆND OSLO BRÆND
Roman (norsk og oversat til dansk)
Johanna Frid: Nora eller brænd Oslo brænd, 2019
Skandinavísk skáldsaga um logandi afbrýðisemi elskenda, hinnar sænsku Johanna og hins danska Emil og fyrrum kærustu hins síðarnefnda hinnar norsku Nora. Fyrrum kærastan er allt sem Johanna er ekki, fögur, myndræn og afar vinsæl á samfélagsmiðlum. Þegar Emil hittir aftur gömlu kærustuna gerist Johanna eltihrellir hennar á Instagram. Þrátt fyrir að Emil geri allt til að sannfæra Johanna um ást sína til hennar þá er Johanna altekin afbrýðisemi. Auk þess er hún þjökuð af þrálátum kviðverkjum sem rekja mega til legslímuflakks sem er vel líst í bókinna. Afbrýðisemin og ekki síður það sem er líkt og ólíkt í menningarheimum Skandinavíu er lýst af höfundi á háðskan og athyglisverðan hátt.
Billede fra Grand Agency
FØR MIN MAND FORSVINDER/Ennen kuin mieheni katoaa
Selja Ahava: Før min mand forsvinder, 2019/ Ennen kuin mieheni katoaa, 2017
Skáldsaga um að týnast í tilfinningum sínum þegar eiginmaður þinn tilkynnir eftir 10 ára hjónaband, að hann hafi í raun alltaf viljað vera kona. Ótrúleg frásögn frá fyrst hendi um ringulreið, rugling og erfiðleika við að skilja kynskipti og allt sem þeim fylgja og skilning á þeirri framtíð sem þú taldir að byði þín. Í þessari sögu eins og í vinningssögu sinni Pludselig falder ting fra himlen / Taivaalta tippuvat asiat (2018), tekst höfundi á einkar trúverðugan hátt að útskýra og segja frá þegar veröldin skyndilega stendur í stað og hvernig þú, hægt og rólega, ferð að skilja sjálfa þig aftur og aðlagast nýjum veruleika sem þú hefur ekkert um að segja. Um sorgina sem fylgir því að missa þann sem þú elskar þrátt fyrir að hann sé enn til staðar. Samhliða sögu parsins er sögð saga Columbusar og leit hans að nýja heiminum.
Billeder fra Randers Bibliotek og Goodreads
VILHELM HAMMERSHØI - På sporet af det åbne billede
Annette Rosenvold Hvidt og Gertrud Oelsner:
Vilhelm Hammershøi – på sporet af det åbne billede, 2018
Greinargóð og vönduð lýsing á lífi Vilhelm Hammershøi frá lista- og menningarlegu sjónarhorni. Hammershøi var einn þekktasti listmálari Danmerkur og er sér á báti að meðal samtímamanna sinna í heimi listmálara. Hann varð fyrir miklum áhrifum af þróun ljósmyndarinnar á 20. öld og í málverkum hans má skynja bæði ró og frið í einlita norrænu umhverfi. Byggingar í þoku og mystri grípa áhorfandann. Hammershøi málaði ljós og skugga innandyra og var sérlega hrifin af gluggum og hurðum eldri bygginga og oft á tíðum á sínu eigin heimili. Hann ferðaðist víða og notaði hversdagslífið, og oftar en ekki eiginkonu sína og heimili þeirra við Strandgade í Kaupmannahöfn, sem myndefni. Móðir hans, systir, bróðir og eiginkona og leiðbeinandi hans S. Krøyer eru ljóslifandi á hinum fjölmörgu ljósmyndum, teikningum, málverkum, póstkortum og bréfum, sem prýða bókina. Bókin er líklega ein sú þyngsta sem Bókasafn Norræna hússins á en vel þess virði að fá að láni og njóta margra af fegurstu verkum Hammershøi.
Billeder fra Dagbladet og goodreads
HUNGERHJERTE
Roman (dansk)
Karen Fastrup: Hungerhjerte, 2018
Æviminningar rithöfundarins og þýðandans Karen Fastrup. Höfundur segir frá eigin lífi þar sem hún leit á stundum á sjálfa sig sem tifandi tímasprengju, hvernig hún beislaði villidýrið innra með sér og hvernig það er að líta á sjálfa sig sem geðsjúkling. Frásögn af erfiðri æsku og erfiðum föður, missi litla bróður, kvíða og sjálfsmorðshugleiðingum sem leiða til þess að seinna á lífleiðinni er hún lögð inn á geðdeild eftir að hafa ráðist á kærasta sinn með eggvopni. Lesandinn er leiddur inn í huga höfundar sem hingað til hefur lifað venjuegu en um leið ekki svo venjulegu, með kærustum, börnum og starfsframa. Á sama tíma sogast lesandinn inn í ruglingslegan þankagang höfundar, viðtöl við sálfræðinga og mismunandi meðferðarstofnanir, um hræðsluna við að fá greiningu og vonina sem hún bindur framtíðinni þar sem hún verður að nota þau spil sem henni eru gefin, að nota stefnumótaappið Tinder og að fá aftur löngunina til að skrifa.
Billede fra Vildumed.dk
SOLO
Krimi (dansk)
Jesper Stein: Solo, 2018
Hér er um að ræða sjöttu glæpasöguna um rannsóknarlögreglumanninn Axel Steen. Fyrrum aðstoðarlögreglustjórinn Axel vinnur nú sem ráðgjafi í öryggismálum. Hann aðstoðar nýjan yfirmann sinn, vellauðugan bankastjóra þegar í ljós kemur að starfsmaður bankans hefur stundað svindl og verður að fara. Á sama tíma rannsakar fyrrum félagi Axel, Vicki Thomsem, morð á ungum innflytjanda sem verið hafði viðloðandi glæpagengi. Í heimi glæpagengja segir engin neitt og Vicki nær, eftir nokkuð þref, að sannfæra Axel um að aðstoða sig. Málin tvö fléttast saman þar sem reynir á siðferði og réttlæti þar sem munur hinna mismunandi þjóðfélagsstiga er áþreifanlegur. Höfundur starfaði áður sem blaðamaður á sviði glæpa og refsinga og aðrar bækur eftir sama höfund eru: Uro (2012), Bye bye Blackbird (2013), Akrash (2014), Aisha (2015) and Papa (2017).
Billeder fra Politikensforlag og Kverbókaútgáfa
Jeg er f*cking hot!
Faglitteratur (dansk)
Renée Toft Simonsen: Jeg er f*cking hot, 2018
Persónuleg frásögn höfundar til okkar sem erum í kringum fimmtugt og upplifum hormónasveiflur svipaðar og við gerðum á unglingsárunum. Bókin er líka fyrir þá sem vilja fá örlítin skilning á tíðahvörfum kvenna, viðkvæmni og rússibanareið í gegnum allan tilfinningaskalann meðan líkaminn eldist og tekur breytingum. Tímabil hjá konum þegar þeim finnst þær ekki lengur ásjálegar á sama tíma og hitakóf á næturna, börnin að flytja að heiman, hjónaskilnaðir og fleira sem yfirtekur hverdaginn. Sálrænar og vísindalegar uppgötvanir tengdar tíðahvörfum eru ræddar og höfundurinn Renée Toft Simonsen, fyrrum ofurfyrirsæta, segir okkur sína sögu á einlægan hátt, frá sínu fu*cking hot lífi fullu af kaffi, sígarettum, ást og börnum og engine vafi um að lesandinn mun hrífast með.
Billeder fra Politikensforlag og ALT
KASTANJEMANDEN
Krimi (dansk)
Søren Svejstrup: Kastanjemanden, 2018
Hörkuspennandi saga eftir handritshöfund sjónvarpsþáttanna Forbrydelsen og Nikolaj og Julie
Rannsóknarlögreglumennirnir Naia Thuling og Mark Hess hafa nóg að gera við að rannsaka flókið sakamál þar sem ráðherra hefur verið myrtur. Kastaníuhnetur á vettvangi glæpa gerir málið enn flóknara og margar misvísandi slóðir að fara eftir. Vel skrifuð glæpasaga og úthugsuð og erfitt að leggja hana frá sér fyrr en að lestri loknum.
Billede fra Arnoldbusk og politikensforlag
Syv sind
Roman (dansk)
Lotte Kaa Andersen: Syv sind, 2018
Seinasta bókin í rómantískum þríleik sem gerist eftir fjármálahrunið meðal efnameiri þegna í þjóðfélaginu. Persónurnar búa í Hellerup norður af Kaupmannahöfn en hverfið er eitt það dýrasta í Danmörku. Lesandanum er ekki aðeins boðið að kynnast fullkomnu yfirborðinu í risastórum lúxus einbýlishúsum með sérhönnuðum innviðum og óaðfinnanlegum blómagörðum, heldur er einnig veitt innsýn í daglegt líf í sorg og gleði, ágreiningi, valdabrölti, ámælisverðu barnauppeldi, lagskonum, starfsframa, búðarhnupli og aðeins of miklu rauðvíni. Sumir eru nýríkir á meðan aðrir eru fæddir inn í fjölskylduauð á meðan enn aðrir finna sig engar vegin í umhverfinu go vilja helst af öllu fara heim til Jótlands. Við fáum að líta inn hjá sjö fjölskyldum og skyggnumst undir glansandi yfirborðið. Mælt er með að lesa fyrri bækurnar tvær fyrst en þær eru Hambros Allé 7-9-13 (2015) og 100 dage (2016).
Billede fra goodreads og artebooking